Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 10:54 Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Íslandsstofa/Vísir Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“ Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“
Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldurinn enn á fullu og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira