Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 22:02 Phil Gore setti heimsmet í sumar og varð heimsmeistari í morgunn. @phil.gore.ultrarunner Ástralinn Phil Gore er nýr heimsmeistari í bakgarðshlaupum en hann tryggði sér titilinn í bakgarðinum hjá Lazarus Lake [Gary Cantrell] í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal) Bakgarðshlaup Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal)
Bakgarðshlaup Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira