Fótbolti

Leik­tíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sverrir á að spila klukkan 19:00 í kvöld, eftir að hafa átt að spila klukkan 16:45 og svo klukkan 14:30.
Sverrir á að spila klukkan 19:00 í kvöld, eftir að hafa átt að spila klukkan 16:45 og svo klukkan 14:30. Franco Arland/Getty Images

Leikur Feyenoord við Panathinaikos í Evrópudeildinni í fótbolta mun fara fram klukkan 19:00 í kvöld í Rotterdam. Það er upprunalegur leiktími en honum var í morgun flýtt til 14:30 vegna veðurviðvörunar en seinkað aftur seinni partinn.

Stormurinn Benjamín geisar yfir meginland Evrópu og tók UEFA ákvörðun ásamt yfirvöldum í Rotterdam ákvörðun í morgun um að flýta leik liðanna vegna appelsínugular veðurviðvörunar sem átti að taka gildi seinni partinn. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram klukkan 16:45 en færður til klukkan 14:30.

Boðið var upp á umsóknir um endurgreiðslu á miðum og gert ráð fyrir töluverðu tekjutapi hjá hollenska liðinu sökum tilfærslunnar.

Stormurinn hefur haft miklar afleiðingar þar sem flóðaviðvaranir eru í gildi á Suðvestur-Bretlandi og yfir 100 þúsund heimili urðu rafmangslaus í Frakklandi.

Nú virðist sem veðrið verði ekki eins slæmt og búist var við í Rotterdam, eða ríði fljótt yfir, því nú hefur þriðji leiktími leiksins verið staðfestur af UEFA; klukkan 19:00 í kvöld, eða 21:00 á staðartíma.

Vindur og rigning mun líklega einhver áhrif hafa á leikinn en stjórnvöld í Rotterdam virðast hafa trú á því að leikurinn geti farið fram.

Aðdáendur Sverris gætu þó þurft að vera á tánum, skildi fjórði leiktíminn vera opinberaður áður en klukkan slær 19:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×