Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2025 06:39 Leigan er dýrust í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Einar Um 58 prósent fasteignasala telja fasteignamarkaðinn nú kaupendamarkað og 22 prósent telja markaðinn „mikinn kaupendamarkað“. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðum á sölu fjölgar enn samkvæmt skýrslunni en í upphafi októbermánaðar voru 5.233 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af 2.134 nýjar íbúðir. Um 3.200 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu, um 1.100 íbúðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 900 annars staðar á landsbyggðinni. Þinglýstir kaupsamningar voru 930 í ágúst en yfir þúsund í maí, júní og júlí. Veltan á fasteignamarkaði nam rúmlega 72 milljörðum króna og meðalvelta á kaupsamning 77 milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni er það varlegt mat HMS að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir á landinu hafi ekki verið nýttar til varanlegrar búsetu í október. Það samsvarar á bilinu sex til tíu prósentum af öllum fullbúnum íbúðum. „Flestar íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu eru staðsettar í Reykjavík, eða á bilinu 2.815 – 4.790 íbúðir sem samsvarar um 5-8% allra fullbúinna íbúða í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Þá eru á bilinu 898 – 1.027 (10-11%) vannýttar íbúðir á Akureyri og á bilinu 676-1.084 (4-7%) í Kópavogi. Í Garðabæ eru á bilinu 362-442 íbúðir sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu, eða um 5-6% allra fullbúinna íbúða, og í Hafnarfirði eru þær á bilinu 353-783 (3-8%). Í Mosfellsbæ eru færri íbúðir vannýttar í þéttbýli, eða á bilinu 65-213 sem samsvarar um 1-5% allra fullbúinna íbúða í sveitarfélaginu,“ segir í skýrslunni. Á landsbyggðinni eru flestar vannýttar íbúðir í Árborg, Fjallabyggð og Vestmannaeyjabæ. Gildum leigusamningum fjölgaði um 1.186 í september en vísitala leiguverðs stóð í stað milli mánaða. Markaðsleiga hefur hækkað hraðar en önnur leiga og þá eru fermetrarnir dýrastir í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hér má finna skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðum á sölu fjölgar enn samkvæmt skýrslunni en í upphafi októbermánaðar voru 5.233 íbúðir til sölu á landinu öllu, þar af 2.134 nýjar íbúðir. Um 3.200 íbúðir voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu, um 1.100 íbúðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 900 annars staðar á landsbyggðinni. Þinglýstir kaupsamningar voru 930 í ágúst en yfir þúsund í maí, júní og júlí. Veltan á fasteignamarkaði nam rúmlega 72 milljörðum króna og meðalvelta á kaupsamning 77 milljónum króna. Samkvæmt skýrslunni er það varlegt mat HMS að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir á landinu hafi ekki verið nýttar til varanlegrar búsetu í október. Það samsvarar á bilinu sex til tíu prósentum af öllum fullbúnum íbúðum. „Flestar íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu eru staðsettar í Reykjavík, eða á bilinu 2.815 – 4.790 íbúðir sem samsvarar um 5-8% allra fullbúinna íbúða í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Þá eru á bilinu 898 – 1.027 (10-11%) vannýttar íbúðir á Akureyri og á bilinu 676-1.084 (4-7%) í Kópavogi. Í Garðabæ eru á bilinu 362-442 íbúðir sem ekki eru nýttar til varanlegrar búsetu, eða um 5-6% allra fullbúinna íbúða, og í Hafnarfirði eru þær á bilinu 353-783 (3-8%). Í Mosfellsbæ eru færri íbúðir vannýttar í þéttbýli, eða á bilinu 65-213 sem samsvarar um 1-5% allra fullbúinna íbúða í sveitarfélaginu,“ segir í skýrslunni. Á landsbyggðinni eru flestar vannýttar íbúðir í Árborg, Fjallabyggð og Vestmannaeyjabæ. Gildum leigusamningum fjölgaði um 1.186 í september en vísitala leiguverðs stóð í stað milli mánaða. Markaðsleiga hefur hækkað hraðar en önnur leiga og þá eru fermetrarnir dýrastir í Vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur. Hér má finna skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21. október 2025 19:25