Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 16:03 Sprauta með mRNA-bóluefni Pfizer gegn Covid-19. AP/Juan Karita Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Vísindaritið Nature segir frá bráðabirgðaniðurstöðum vísindamanna frá Houston og Flórída um að fólk sem var langt gengið með lungnakrabbamein eða sortuæxli sem tók ákveðin ónæmismeðferðarlyf hafi lifað umtalsvert lengur en aðrir ef það fékk kórónuveirubóluefni Pfizer eða Moderna innan hundrað daga eftir að ónæmismeðferðin hófst. Niðurstöðurnar þykja það lofandi að þeir undirbúa nú ítarlegri rannsókn til að kanna hvort ástæða sé til þess að gefa bóluefnin sem hluti af svonefndri ónæmismeðferð gegn krabbameini á meðan sérstakt bóluefni til þeirra nota er þróað. Sírena sem vekur ónæmisfrumurnar Talið er að svonefnd mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) sem bóluefnin byggjast á hjálpi ónæmiskerfinu að bregðast betur við ónæmismeðferðinni sem hefur umbylt krabbameinslækningum á undanförnum árum. Adam Grippin, leiðtogi rannsóknarhóps frá MD Anderson-krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston, líkir bóluefninu við sírenu sem virki ónæmisfrumur í öllum líkamanum. „Við erum að gera æxli sem ónæmiskerfið virkar ekki á næm fyrir ónæmismeðferð,“ segri Grippin við AP-fréttastofuna. Tvöfalt líklegri til að lifa en þeir sem fengu ekki mRNA-bóluefni Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru veitt fyrir mRNA-tæknina árið 2023. Hún var forsenda þess hversu hratt mannkyninu tókst að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar. Mótandi ríbósakjarnsýra er til staðar í öllum frumum mannslíkamans en hún gerir líkamanum kleift að mynda prótín. Svokölluð mRNA-bóluefni gegn kórónuveirunni gáfu frumunum leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til skaðlausan hluta af veirunni sem gerði líkamanum kleift að þekkja hana og glíma við hana síðar. Draumur vísindamanna hefur verið að nota mRNA-tæknina til þess að þróa sérhæfð krabbameinslyf. Grippin og annar hópur á Flórída unnuð að því verkefni en uppgötvuðu að jafnvel mRNA-bóluefnið sem var ekki þróað sérstaklega gegn krabbameini gagnaðist engu að síður gegn því. Bráðabirgðarannsókn á tæplega þúsund sjúklingum í ónæmismeðferð benti til þess að þeir sem voru með lungnakrabbamein og höfðu verið bólusettir með mRNA-bóluefnunum voru allt að tvöfalt líklegri til þess að vera lifandi þremur árum eftir að meðferð þeirra hófst en hinir sem voru ekki bólusettir með efnum Pfizer og Moderna. Hefðbundin flensulyf sem byggja ekki á mRNA-höfðu ekki tölfræðileg áhrif. Viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga MRNA-bóluefnin hafa verið viðfangsefni stoðlausra samsæriskenninga allt frá því að þau komu fram á sjónarsviðið, meðal annars um að þau endurskrifi erfðaefni fólks og valdi sérstaklega banvænum krabbameinum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og einn helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefni, hefur tekið undir slík sjónarmið og stöðvaði hundruð milljóna dollara fjárveitingar frá alríkisstjórninni til þróunar tækninnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira