Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Lovísa Arnardóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 21. október 2025 23:42 Sonja Ýr, formaður BSRB, segir launamisrétti og ofbeldi staðreynd sem konur búi við. Kvennaverkfallið sé samstöðuaðgerð . Vísir/Anton Brink Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. „Við hvetjum konur og kvár til þátttöku, en sömuleiðis atvinnurekendur, að þeir stuðli að því og geri konum og kvárum kleift að taka þátt, og sérstaklega þar sem fólk er láglaunastörfum, sérstaklega út frá launum, að þeir geri þeim kleift að taka þátt og missi ekki launin sín,“ segir Sonja sem var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar um skipulagið. Kjara- og mannauðssvið ríkisins hefur gefið út að konur og kvár geti farið út vinnu klukkan 13.30 og muni ekki upplifa skerðingu á launum. Sonja segir það sömu leiðbeiningar og voru gefnar út árið 2023 þegar síðasta kvennaverkfall var haldið. Hún hafi ekki heyrt af því að fólk hafi upplifað skerðingu þá og hafi ekki áhyggjur af því núna. „Það er gríðarleg stemning og eftirvænting fyrir deginum. Sum ætla að taka þetta á pönkinu en þá viljum við að það sé sérstaklega haft í huga þau sem eru í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og þeim sé gert kleift að taka þátt.“ Barátta fyrir jafnrétti í hversdegi Spurð um bakslag og hvort það sé raunverulegt þegar konur eru í nánast öllum æðstu stöðum í landinu, í háskóla, ráðuneytum og lögreglu til dæmis. „Í grunninn erum við að horfa til þess að þetta er barátta fyrir jafnrétti í hversdagslegu lífi allra kvenna og kvára. Konur sem starfa kannski við ræstingar eða fiskvinnslu eða í heilbrigðisþjónustu, það breytir ekki þeirra daglegu lífi varðandi mögulegt launamisrétti, ofbeldi eða ólaunuðu störfin að konur veljist í valdastöður.“ Sonja segir að á þessum tímamótum sé þó sérstaklega horft til þessara kvenna sem fylli þessar stöður. Að þær grípi til aðgerða svo konur og kvár þurfi ekki að bíða í áratugi eftir því að launamunurinn hverfi eða eftir raunverulegum aðgerðum gegn ofbeldi. OECD og fleiri stofnanir hafi gefið út að ofbeldi gegn konum sé faraldur og honum sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Sonja segir það grundvallarhugsun við verkfallið 1975, og núna, að með því að leggja niður störf, sama hvort það sé í vinnunni eða á heimilinu, eigi verkfallið að sýna hvað konur leggja fram og hvernig það hefur áhrif að þær séu ekki til staðar. Það eigi að sýna hvaða verðmætum þær skili til samfélagsins. „Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna sé hvað mest á Íslandi í samanburði við heiminn, og þær eru sannarlega að leggja sitt af mörkum til verðmætasköpunar, eiginlega mest á heimsvísu, þá búa þær enn við vanmat á launum, ofbeldi og misrétti í verkaskiptingu heima fyrir.“ Hreyfing sem ali á kvenhatri að festa rætur Sonja segir einnig merki um að á Íslandi sé að festa rætur hreyfingar sem ali á hatri gagnvart konum, hinsegin fólki og fólki af erlendum uppruna. „Þetta er samstöðuvettvangur til að bregðast við þessari stöðu.“ Hvað varðar þau sem hafa áhyggjur af því að þau eigi ekki rétt af því að ganga út vegna góðrar stöðu sinnar eða hárra launa segir Sonja að verkfallið sé fyrst og fremst táknræn aðgerð um samstöðu. „Til að sýna að við stöndum saman um að krefjast breytinga. Þannig við vonumst til þess að öll komi, hvaða stöðu sem þau gegn í samfélaginu.“ Varðandi það að verkfallið sé tímaskekkja eða sé gamaldags segir Sonja skýrar staðreyndir um það misrétti sem konur og kvár búi við. „Þetta er samstöðuaðgerð og við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Kynbundið ofbeldi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
„Við hvetjum konur og kvár til þátttöku, en sömuleiðis atvinnurekendur, að þeir stuðli að því og geri konum og kvárum kleift að taka þátt, og sérstaklega þar sem fólk er láglaunastörfum, sérstaklega út frá launum, að þeir geri þeim kleift að taka þátt og missi ekki launin sín,“ segir Sonja sem var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar um skipulagið. Kjara- og mannauðssvið ríkisins hefur gefið út að konur og kvár geti farið út vinnu klukkan 13.30 og muni ekki upplifa skerðingu á launum. Sonja segir það sömu leiðbeiningar og voru gefnar út árið 2023 þegar síðasta kvennaverkfall var haldið. Hún hafi ekki heyrt af því að fólk hafi upplifað skerðingu þá og hafi ekki áhyggjur af því núna. „Það er gríðarleg stemning og eftirvænting fyrir deginum. Sum ætla að taka þetta á pönkinu en þá viljum við að það sé sérstaklega haft í huga þau sem eru í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og þeim sé gert kleift að taka þátt.“ Barátta fyrir jafnrétti í hversdegi Spurð um bakslag og hvort það sé raunverulegt þegar konur eru í nánast öllum æðstu stöðum í landinu, í háskóla, ráðuneytum og lögreglu til dæmis. „Í grunninn erum við að horfa til þess að þetta er barátta fyrir jafnrétti í hversdagslegu lífi allra kvenna og kvára. Konur sem starfa kannski við ræstingar eða fiskvinnslu eða í heilbrigðisþjónustu, það breytir ekki þeirra daglegu lífi varðandi mögulegt launamisrétti, ofbeldi eða ólaunuðu störfin að konur veljist í valdastöður.“ Sonja segir að á þessum tímamótum sé þó sérstaklega horft til þessara kvenna sem fylli þessar stöður. Að þær grípi til aðgerða svo konur og kvár þurfi ekki að bíða í áratugi eftir því að launamunurinn hverfi eða eftir raunverulegum aðgerðum gegn ofbeldi. OECD og fleiri stofnanir hafi gefið út að ofbeldi gegn konum sé faraldur og honum sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Sonja segir það grundvallarhugsun við verkfallið 1975, og núna, að með því að leggja niður störf, sama hvort það sé í vinnunni eða á heimilinu, eigi verkfallið að sýna hvað konur leggja fram og hvernig það hefur áhrif að þær séu ekki til staðar. Það eigi að sýna hvaða verðmætum þær skili til samfélagsins. „Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna sé hvað mest á Íslandi í samanburði við heiminn, og þær eru sannarlega að leggja sitt af mörkum til verðmætasköpunar, eiginlega mest á heimsvísu, þá búa þær enn við vanmat á launum, ofbeldi og misrétti í verkaskiptingu heima fyrir.“ Hreyfing sem ali á kvenhatri að festa rætur Sonja segir einnig merki um að á Íslandi sé að festa rætur hreyfingar sem ali á hatri gagnvart konum, hinsegin fólki og fólki af erlendum uppruna. „Þetta er samstöðuvettvangur til að bregðast við þessari stöðu.“ Hvað varðar þau sem hafa áhyggjur af því að þau eigi ekki rétt af því að ganga út vegna góðrar stöðu sinnar eða hárra launa segir Sonja að verkfallið sé fyrst og fremst táknræn aðgerð um samstöðu. „Til að sýna að við stöndum saman um að krefjast breytinga. Þannig við vonumst til þess að öll komi, hvaða stöðu sem þau gegn í samfélaginu.“ Varðandi það að verkfallið sé tímaskekkja eða sé gamaldags segir Sonja skýrar staðreyndir um það misrétti sem konur og kvár búi við. „Þetta er samstöðuaðgerð og við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Kynbundið ofbeldi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira