Körfubolti

Troðslur og Braveheart fagn í Kemi til­þrifum um­ferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Matasovic fagnaði troðslunni sinni vel og komst líka tvisvar sinnum í flottustu tilþrif vikunnar.
Mario Matasovic fagnaði troðslunni sinni vel og komst líka tvisvar sinnum í flottustu tilþrif vikunnar. Sýn Sport

„Það var nóg af tilþrifum,“ sagði Teitur Örlygsson þegar Stefán Árni Pálsson kynnti inn Kemi tilþrif þriðju umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi.

Þar var að venju farið yfir flottustu tilþrif umferðarinnar. Valin voru tíu bestu tilþrif umferðarinnar.

Þarna mátti sjá KR-inginn Þóri Guðmund Þorbjarnarson, Tindastólsmanninn Ragnar Ágústsson, Valsmanninn Frank Aron Booker, Njarðvíkinginn Mario Matasovic, Keflvíkinginn Ólaf Björn Gunnlaugsson, Valsmanninn Kristófer Acox, Þórsarann Lazar Lugic og Ármenninginn Marek Dolezaj.

Mario Matasovic og Kristófer Acox voru tilþrifakóngarnir því þeir áttu báðir tvö tilþrif meðal þeirra tíu bestu.

„Mario var í einhverjum troðham upp á Akranesi. Skemmtilegt fagn líka,“ sagði Stefán Árni meðal annars.

„Þetta var svona nett Braveheart labb hjá honum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Hér fyrir neðan má sjá öll þessi bestu tilþrif leikmanna Bónus deildar karla í síðustu viku.

Klippa: Körfuboltakvöld: Kemi tilþrif þriðju umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×