Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 12:30 Thelma Aðalsteinsdóttir hefur gert æfingu á tvíslá sem heitir eftir henni, en tókst ekki að framkvæma hana á heimsmeistaramótinu í dag. Getty/Tim Clayton Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið keppni á HM í áhaldafimleikum og fara missáttar heim eftir keppnina í Jakarta í Indónesíu. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð efst Íslendinga en Thelma Aðalsteinsdóttir átti erfitt uppdráttar og tókst ekki að framkvæma sína einkennisæfingu. Hildur Maja „mætti einbeitt til keppni í dag og sýndi glæsilegar og öruggar æfingar á öllum áhöldum“ segir í umfjöllun Fimleikasambandsins. Hún varð efst af Íslendingunum þremur með 47,798 stig en hæsta skorið fékk hún fyrir stökk sitt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, aðeins sautján ára gömul, og átti góðan dag. Hún varð önnur af íslenska landsliðinu með 46,998 stig. „Glæsileiki hennar skein sérstaklega í gegn á gólfinu, en fall í uppstökki á slánni setti strik í reikninginn eftir annars nánast hnökralaust mót“ segir um Lilju í umfjöllun FSÍ. Thelma Aðalsteinsdóttir, reynsluboltinn í hópnum, átti ekki sinn besta dag. Fall á tvíslánni og slánni hafði áhrif á lokaniðurstöðu hennar en Thelma endaði með 46,532 stig. Thelma reyndi síðan við erfiðu fimleikaæfinguna sem hún var fyrst í heiminum til að framkvæma, og fékk nafnið „Aðalsteinsdóttir“ í reglubókunum, en var nokkrum sentimetrum frá því að takast ætlunarverkið. „Svona eru fimleikar, maður lærir af því að gera mistök, þannig bara áfram gakk“ sagði Thelma í viðtali við Fimleikasambandið. Thelma lét það samt ekki á sig fá og endaði mótið með stæl í góðri gólfæfingu, sem hún líkir við svefnlömun og lýsir betur í viðtalinu hér fyrir neðan. Ísland mun því ekki eiga fulltrúa í úrslitum í kvennaflokki en Dagur Kári Ólafsson komst í úrslit í karlaflokki og keppir á morgun. Viðtal við hann má finna hér fyrir neðan. Fimleikar Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira
Hildur Maja „mætti einbeitt til keppni í dag og sýndi glæsilegar og öruggar æfingar á öllum áhöldum“ segir í umfjöllun Fimleikasambandsins. Hún varð efst af Íslendingunum þremur með 47,798 stig en hæsta skorið fékk hún fyrir stökk sitt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, aðeins sautján ára gömul, og átti góðan dag. Hún varð önnur af íslenska landsliðinu með 46,998 stig. „Glæsileiki hennar skein sérstaklega í gegn á gólfinu, en fall í uppstökki á slánni setti strik í reikninginn eftir annars nánast hnökralaust mót“ segir um Lilju í umfjöllun FSÍ. Thelma Aðalsteinsdóttir, reynsluboltinn í hópnum, átti ekki sinn besta dag. Fall á tvíslánni og slánni hafði áhrif á lokaniðurstöðu hennar en Thelma endaði með 46,532 stig. Thelma reyndi síðan við erfiðu fimleikaæfinguna sem hún var fyrst í heiminum til að framkvæma, og fékk nafnið „Aðalsteinsdóttir“ í reglubókunum, en var nokkrum sentimetrum frá því að takast ætlunarverkið. „Svona eru fimleikar, maður lærir af því að gera mistök, þannig bara áfram gakk“ sagði Thelma í viðtali við Fimleikasambandið. Thelma lét það samt ekki á sig fá og endaði mótið með stæl í góðri gólfæfingu, sem hún líkir við svefnlömun og lýsir betur í viðtalinu hér fyrir neðan. Ísland mun því ekki eiga fulltrúa í úrslitum í kvennaflokki en Dagur Kári Ólafsson komst í úrslit í karlaflokki og keppir á morgun. Viðtal við hann má finna hér fyrir neðan.
Fimleikar Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira