Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 15:38 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir nú að sannfæra evrópska þjóðarleiðtoga um að samþykkja metnaðarfyllra loftslagsmarkmið fyrir árið 2040. Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035. Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035.
Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira