Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 15:38 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir nú að sannfæra evrópska þjóðarleiðtoga um að samþykkja metnaðarfyllra loftslagsmarkmið fyrir árið 2040. Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035. Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035.
Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira