Fótbolti

Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
Jean-Philippe Mateta smellti í þrennu í dag
Jean-Philippe Mateta smellti í þrennu í dag Vísir/Getty

Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft.

Nottingham Forest tók á móti Chelsea og steinlá á heimavelli 0-3 en Malo Gusto, leikmaður Chelsea, fékk rauða spjaldið í leikslok. Þetta reyndist síðasti leikur Forest undir stjórn Ange Postecoglou en hann var látinn taka poka sinn eftir leik.

Denny Welbeck skoraði bæði mörk Brighton sem lagði Newcastle 2-1 en Newcastle mönnum gengur illa að tengja saman sigra í upphafi tímabils.

Sex mörk voru skoruð í leik Crystal Palace og Bournemouth en Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu fyrir Palace. Síðasta markið kom úr víti í uppbótartíma.

Manchester City tók á móti Everton og vann nokkuð þægilegan sigur þar sem Haaland skoraði bæði mörk City.

Lokaleikur dagsins var Lundúnaslagur Fulham og Arsenal þar sem gestirnir höfðu betur 0-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×