Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2025 20:04 Leikarar sýningarinnar, sem standa sig frábærlega en Leikfélag Hveragerðis er áhugaleikfélag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar snýst allt um fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku og allskonar misskilning í kringum töskuna og peninga í henni. Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis Hveragerði Menning Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis
Hveragerði Menning Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira