Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar 18. október 2025 08:32 Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun