Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2025 13:30 Sigurbjörn Bárðarson er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum. Vísir Sigurbjörn Bárðarson, meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, er hættur sem landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Hann segir að um sameiginlega ákvörðun sína, formanns LH og landsliðsnefndar sé að ræða. Sigurbjörn hefur verið landsliðsþjálfari síðustu átta ár og var þar á undan í landsliðsnefnd um árabil. Í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga segir Sigurbjörn að nú standi yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum sem meðal annars feli í sér breytingar á landsliðsþjálfarastarfinu. Tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að nýtt fólk myndi halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Sigurbjörn bendir á að glæsilegur árangur hafi náðst á þeim tíma sem hann hefur verið landsliðsþjálfari, eftir að hann réðst ásamt landsliðsnefnd í mikla endurskoðun á öllu afreksstarfi LH. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa og að önnur landslið í Íslandshestaheiminum horfi til þessarar vinnu. Sigurbjörn lítur stoltur um öxl og óskar arftökum sínum velfarnaðar í skemmtilegu og krefjandi verkefni, en pistil hans má lesa hér að neðan. Kveðjubréf Sigurbjörns: Eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá árinu 2017 og átt þar áður sæti í landsliðsnefnd um áraraðir er nú komið að leiðarlokum. Ég hef í áratugi tengst íslenska landsliðinu og komið að því að móta starfið frá ýmsum hliðum, allt frá frumbernsku íþróttarinnar. Á árunum 2017-2018 réðst ég ásamt landsliðsnefnd í heildarendurskoðun á öllu landsliðs- og afreksstarfi LH með það fyrir augum að bæta árangur og umgjörð landsliðsins, en einnig með það meginmarkmið að gjörbylta yngri flokka starfi sambandsins. Fólst sú endurskoðun meðal annars í því að horfa í auknu mæli til annarra íþróttagreina m.a. þegar kemur að skipulagningu afreksstarfsins, agamálum, uppbyggingu liðsanda, reglusemi, unglingastarfs og fleira. Þannig var meginfókusinn settur á knapann sem afreksíþróttamann. Ekki verður um það deilt að árangurinn hefur verið stórkostlegur, jafnt innan vallar sem utan, þannig að eftir hefur verið tekið, langt út fyrir raðir hestafólks. En einnig þannig að önnur landslið í Íslandshestaheiminum hafa tekið afreksstarf LH, undir minni stjórn, til fyrirmyndar. Á þeim þremur heimsleikum sem ég hef leitt íslenska landsliðið hefur árangurinn verið mun betri en áður hefur þekkst. Þakka ég það meðal annars þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir, ásamt frábæru samstarfsfólki og snilldar knöpum sem hafa verið tilbúnir til að taka þátt í vegferðinni. Oft hefur gefið á bátinn og þurft að taka erfiðar ákvarðanir, en það er hlutverk þeirra sem standa í brúnni hverju sinni að taka ákvarðanir, standa við þær og trúa að þær séu íþróttinni til heilla. Nú stendur yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum LH sem fela m.a. í sér breytingar á starfi landsliðsþjálfara. Eftir að hafa farið yfir stöðuna með formanni LH og landsliðsnefndar er það sameiginleg ákvörðun okkar að leiðir skilji og nýtt fólk verði fengið til að halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Ég lít stoltur um öxl og vil af þessu tilefni þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með öll þessi ár, fyrir samstarfið og frábær samskipti. Jafnframt óska nýju fólki velfarnaðar og góðs gengis í þessu krefjandi en skemmtilega verkefni. Áfram Ísland! Áfram íslenski hesturinn! Sigurbjörn Bárðarson Hestaíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Sigurbjörn hefur verið landsliðsþjálfari síðustu átta ár og var þar á undan í landsliðsnefnd um árabil. Í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga segir Sigurbjörn að nú standi yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum sem meðal annars feli í sér breytingar á landsliðsþjálfarastarfinu. Tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að nýtt fólk myndi halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Sigurbjörn bendir á að glæsilegur árangur hafi náðst á þeim tíma sem hann hefur verið landsliðsþjálfari, eftir að hann réðst ásamt landsliðsnefnd í mikla endurskoðun á öllu afreksstarfi LH. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa og að önnur landslið í Íslandshestaheiminum horfi til þessarar vinnu. Sigurbjörn lítur stoltur um öxl og óskar arftökum sínum velfarnaðar í skemmtilegu og krefjandi verkefni, en pistil hans má lesa hér að neðan. Kveðjubréf Sigurbjörns: Eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá árinu 2017 og átt þar áður sæti í landsliðsnefnd um áraraðir er nú komið að leiðarlokum. Ég hef í áratugi tengst íslenska landsliðinu og komið að því að móta starfið frá ýmsum hliðum, allt frá frumbernsku íþróttarinnar. Á árunum 2017-2018 réðst ég ásamt landsliðsnefnd í heildarendurskoðun á öllu landsliðs- og afreksstarfi LH með það fyrir augum að bæta árangur og umgjörð landsliðsins, en einnig með það meginmarkmið að gjörbylta yngri flokka starfi sambandsins. Fólst sú endurskoðun meðal annars í því að horfa í auknu mæli til annarra íþróttagreina m.a. þegar kemur að skipulagningu afreksstarfsins, agamálum, uppbyggingu liðsanda, reglusemi, unglingastarfs og fleira. Þannig var meginfókusinn settur á knapann sem afreksíþróttamann. Ekki verður um það deilt að árangurinn hefur verið stórkostlegur, jafnt innan vallar sem utan, þannig að eftir hefur verið tekið, langt út fyrir raðir hestafólks. En einnig þannig að önnur landslið í Íslandshestaheiminum hafa tekið afreksstarf LH, undir minni stjórn, til fyrirmyndar. Á þeim þremur heimsleikum sem ég hef leitt íslenska landsliðið hefur árangurinn verið mun betri en áður hefur þekkst. Þakka ég það meðal annars þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir, ásamt frábæru samstarfsfólki og snilldar knöpum sem hafa verið tilbúnir til að taka þátt í vegferðinni. Oft hefur gefið á bátinn og þurft að taka erfiðar ákvarðanir, en það er hlutverk þeirra sem standa í brúnni hverju sinni að taka ákvarðanir, standa við þær og trúa að þær séu íþróttinni til heilla. Nú stendur yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum LH sem fela m.a. í sér breytingar á starfi landsliðsþjálfara. Eftir að hafa farið yfir stöðuna með formanni LH og landsliðsnefndar er það sameiginleg ákvörðun okkar að leiðir skilji og nýtt fólk verði fengið til að halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Ég lít stoltur um öxl og vil af þessu tilefni þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með öll þessi ár, fyrir samstarfið og frábær samskipti. Jafnframt óska nýju fólki velfarnaðar og góðs gengis í þessu krefjandi en skemmtilega verkefni. Áfram Ísland! Áfram íslenski hesturinn! Sigurbjörn Bárðarson
Hestaíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira