FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 21:48 Vinirnir Gianni Infantino og Donald Trump á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategu Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025 FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira