„Nánast ómögulegt að sigra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. október 2025 10:01 Alexander Veigar lenti í kröppum dansi við Luke Littler. getty / vísir / ívar Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“ Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“
Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira