Körfubolti

Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Er Victor Wembanyama jafnvel enn hávaxnari en talið er?
Er Victor Wembanyama jafnvel enn hávaxnari en talið er? getty/G Fiume

Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta, er gríðarlega hávaxinn. Þó eru líklega nokkrir sentímetrar vantaldir hjá honum.

Wembanyama er skráður 2,26 metrar af NBA en 2,24 metrar af San Antonio.

Boban Marjanovic, sem er skráður 2,24 metrar, telur að Wembanyama sé enn stærri en talið er.

„Ég er 2,24 metra hár. Ég horfi upp þegar ég er nálægt Wembanyama. Það er ekki möguleiki,“ sagði Marjanovic í þættinum NBA Today á ESPN. 

Blaðamaðurinn Brian Windhorst tók undir með Marjanovic og sagði að Wembanyama sé að nálgast 2,31 metra á hæð.

Wembanyama skilaði 24,1 stigi, 11,0 fráköstum, 3,7 stoðsendingum og 3,8 vörðum skotum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hann var valinn til að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn.

San Antonio valdi Wembanyama með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 2023. Hann var valinn nýliði ársins í NBA 2024 og hefur verið með flest varin skot að meðaltali í leik bæði tímabil sín í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×