Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 10:01 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því að sigurinn á Armeníu í gærkvöld var ekki sá glæsilegasti en sagðist fyrir leik ætla að sætta sig við ljótan sigur. Getty/Seb Daly Þrátt fyrir 1-0 sigurinn gegn Armeníu í undankeppni HM í gærkvöldi hefur Heimir Hallgrímsson og hans lið, írska fótboltalandsliðið, hlotið talsverða gagnrýni í írskum miðlum eftir leikinn. Meðal þeirra sem virðast óánægðir með störf Heimis er Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra á árunum 2003-05 og síðar Færeyja 2009-11. Kerr segir of mikið rót á landsliðsvali Heimis og að hann virðist ekki þekkja styrkleika leikmanna, 15 mánuðum eftir að hafa tekið við írska landsliðinu. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tengja saman og fyrir liðið að ná fram munstri í sínum leik þegar það eru svona oft og miklar mannabreytingar,“ sagði Kerr í Virgin Media Sport. „Þetta er vandamálið við það að fá einhvern...“ „Hann [Heimir] talaði um það í upphafi að vilja móta lítinn hóp leikmanna sem spiluðu reglulega. Ég skildi það sem svo að þetta yrðu 14, 15, 16 leikmenn þá. En nú er hann búinn að nota 23, 24 leikmenn nú þegar, því hann er enn bara að læra á suma af þeim,“ sagði Kerr og hélt áfram. Heimir Hallgrímsson glaðbeittur með leikmönnum sínum eftir sigurinn gegn Armenum í gærkvöld. Enn er von fyrir Íra um að komast í HM-umspil en þeir hafa ekki spilað á HM síðan árið 2002.Getty/Tim Clayton „Sumir af þeim byrja leiki en eru svo ekki í hópnum næst. Sumir eru ekki í hópnum en eru svo kalaðir inn aftur, eins og Jason Molumby. Þeir tóku Seamus Coleman aftur inn. Þeir eru teknir aftur inn og settir í byrjunarliðið. Það sýnir glögglega að þjálfarinn veit ekki hversu góðir leikmennirnir eru, eða hverjir eru bestir af þeim, eftir þann tíma sem hann hefur verið með liðið. Þetta er vandamálið við það að fá einhvern... Ég má gagnrýna það að fá einhvern í starfið sem er ekki frá staðnum, því ég fór og tók við starfi á stað sem ég er ekki frá [Færeyjum]. En leikmannaúrvalið þar var lítið og ég gat kynnst mönnum mjög fljótt. Hann virðist eiga erfitt með að finna út úr því hverjir bestu leikmennirnir eru, og afleiðingin af því er að ólíkir leikmenn spila leikina og hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Kerr. Írar eru engin stórþjóð í nútímafótbolta og hafa ekki komist á heimsmeistaramót síðan árið 2002. Engar stórstjörnur eru í liðinu en pressan er engu að síður mikil á Heimi að ná árangri og móta lið sem gæti gert góða hluti á næsta EM sem meðal annars fer fram á Írlandi. Írar eiga enn möguleika á að komast á HM, í gegnum umspil, en til þess þurfa þeir helst að ná í stig gegn Portúgal á heimavelli í nóvember og vinna svo Ungverjaland á útivelli. Miðað við frammistöðu liðsins til þessa virðist ekki mikil trú á að það gangi eftir, þó að Írar hafi verið afar nálægt því að ná í stig gegn Portúgal á útivelli síðasta föstudag. „Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að þetta lið gæti fengið eitthvað út úr leiknum við Portúgal? Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að við gætum farið á útivöll gegn Ungverjalandi og fengið eitthvað?“ spurði Richie Sadlier, fyrrverandi knattspyrnumaður og spekingur á RTÉ. "Why in the name of God would you think we could go away to Hungary and get something?" It's safe to say that Richie Sadlier isn't confident that Ireland can get the results they need in their next two games against Hungary and Portugal to keep their World Cup hopes alive. pic.twitter.com/EcwkYV8XLr— RTÉ Sport (@RTEsport) October 14, 2025 Sigurinn gegn Armeníu, þar sem Írar voru manni fleiri frá 52. mínútu, ýtir að hans mati alls ekki undir neina bjartsýni. „Af hverju ættum við að halda það? Við sýndum áhorfendum frammistöðuna gegn Portúgal fyrir þennan leik. Þar voru þetta tíu menn að hjálpa markverðinum að halda markinu hreinu. Þetta voru ekki tíu menn sem vildu spila fótbolta, skapa færi og valda hinum markverðinum vandræðum. Menn komast ekkert áfram ef þetta er svona. Og í [gærkvöld] vorum við á heimavelli gegn tíu Armenum, og samt litum við ekki út fyrir að vera samkeppnishæft fótboltalið,“ sagði Sadlier. Richard Dunne, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, tók í sama streng. „Það voru engin raunveruleg gæði í leiknum þannig að maður hugsaði: „Við erum að stjórna leiknum, við lítum mjög vel út og maður sér alls konar munstur.“ Maður var bara: „Vonandi skorum við, vonandi fáum við færi, vonandi setja þeir eitt,“ og þannig fór þetta.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. 14. október 2025 20:35 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Meðal þeirra sem virðast óánægðir með störf Heimis er Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra á árunum 2003-05 og síðar Færeyja 2009-11. Kerr segir of mikið rót á landsliðsvali Heimis og að hann virðist ekki þekkja styrkleika leikmanna, 15 mánuðum eftir að hafa tekið við írska landsliðinu. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tengja saman og fyrir liðið að ná fram munstri í sínum leik þegar það eru svona oft og miklar mannabreytingar,“ sagði Kerr í Virgin Media Sport. „Þetta er vandamálið við það að fá einhvern...“ „Hann [Heimir] talaði um það í upphafi að vilja móta lítinn hóp leikmanna sem spiluðu reglulega. Ég skildi það sem svo að þetta yrðu 14, 15, 16 leikmenn þá. En nú er hann búinn að nota 23, 24 leikmenn nú þegar, því hann er enn bara að læra á suma af þeim,“ sagði Kerr og hélt áfram. Heimir Hallgrímsson glaðbeittur með leikmönnum sínum eftir sigurinn gegn Armenum í gærkvöld. Enn er von fyrir Íra um að komast í HM-umspil en þeir hafa ekki spilað á HM síðan árið 2002.Getty/Tim Clayton „Sumir af þeim byrja leiki en eru svo ekki í hópnum næst. Sumir eru ekki í hópnum en eru svo kalaðir inn aftur, eins og Jason Molumby. Þeir tóku Seamus Coleman aftur inn. Þeir eru teknir aftur inn og settir í byrjunarliðið. Það sýnir glögglega að þjálfarinn veit ekki hversu góðir leikmennirnir eru, eða hverjir eru bestir af þeim, eftir þann tíma sem hann hefur verið með liðið. Þetta er vandamálið við það að fá einhvern... Ég má gagnrýna það að fá einhvern í starfið sem er ekki frá staðnum, því ég fór og tók við starfi á stað sem ég er ekki frá [Færeyjum]. En leikmannaúrvalið þar var lítið og ég gat kynnst mönnum mjög fljótt. Hann virðist eiga erfitt með að finna út úr því hverjir bestu leikmennirnir eru, og afleiðingin af því er að ólíkir leikmenn spila leikina og hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Kerr. Írar eru engin stórþjóð í nútímafótbolta og hafa ekki komist á heimsmeistaramót síðan árið 2002. Engar stórstjörnur eru í liðinu en pressan er engu að síður mikil á Heimi að ná árangri og móta lið sem gæti gert góða hluti á næsta EM sem meðal annars fer fram á Írlandi. Írar eiga enn möguleika á að komast á HM, í gegnum umspil, en til þess þurfa þeir helst að ná í stig gegn Portúgal á heimavelli í nóvember og vinna svo Ungverjaland á útivelli. Miðað við frammistöðu liðsins til þessa virðist ekki mikil trú á að það gangi eftir, þó að Írar hafi verið afar nálægt því að ná í stig gegn Portúgal á útivelli síðasta föstudag. „Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að þetta lið gæti fengið eitthvað út úr leiknum við Portúgal? Af hverju í ósköpunum ættum við að halda að við gætum farið á útivöll gegn Ungverjalandi og fengið eitthvað?“ spurði Richie Sadlier, fyrrverandi knattspyrnumaður og spekingur á RTÉ. "Why in the name of God would you think we could go away to Hungary and get something?" It's safe to say that Richie Sadlier isn't confident that Ireland can get the results they need in their next two games against Hungary and Portugal to keep their World Cup hopes alive. pic.twitter.com/EcwkYV8XLr— RTÉ Sport (@RTEsport) October 14, 2025 Sigurinn gegn Armeníu, þar sem Írar voru manni fleiri frá 52. mínútu, ýtir að hans mati alls ekki undir neina bjartsýni. „Af hverju ættum við að halda það? Við sýndum áhorfendum frammistöðuna gegn Portúgal fyrir þennan leik. Þar voru þetta tíu menn að hjálpa markverðinum að halda markinu hreinu. Þetta voru ekki tíu menn sem vildu spila fótbolta, skapa færi og valda hinum markverðinum vandræðum. Menn komast ekkert áfram ef þetta er svona. Og í [gærkvöld] vorum við á heimavelli gegn tíu Armenum, og samt litum við ekki út fyrir að vera samkeppnishæft fótboltalið,“ sagði Sadlier. Richard Dunne, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, tók í sama streng. „Það voru engin raunveruleg gæði í leiknum þannig að maður hugsaði: „Við erum að stjórna leiknum, við lítum mjög vel út og maður sér alls konar munstur.“ Maður var bara: „Vonandi skorum við, vonandi fáum við færi, vonandi setja þeir eitt,“ og þannig fór þetta.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. 14. október 2025 20:35 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, á enn von um að komast á HM eftir torsóttan 1-0 sigur gegn Armeníu í Dublin í kvöld. 14. október 2025 20:35