„Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Kári Mímisson skrifar 14. október 2025 22:09 Einar Jónsson og hans menn læra eflaust margt af slagnum við Porto í kvöld. Vísir/Diego Það mátti sjá blendnar tilfinningar hjá Einari Jónssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir tólf marka tap gegn Porto í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Einar segist vera ánægður með hluta af leiknum en að of mörg auðveld mistök sem Porto hafi nýtt sér hafi farið með leikinn. „Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Sjá meira
„Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti