Fór upp Eiffelturninn á hjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 12:02 Aurelien Fontenoy hjólaði upp Eiffelturninn á mettíma en hann mátti ekki snerta jörðina allan tímann. @toureiffelofficielle Heimsmetin eru margs konar og eitt þeirra var slegið í Eiffelturninum í París á dögunum. Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle) Hjólreiðar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Sjá meira
Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle)
Hjólreiðar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Sjá meira