Körfubolti

Ægir: Sigrar mikil­vægir á þessum tíma­punkti

Árni Jóhannsson skrifar
Ægir í spjalli við Finn og Sigmund.
Ægir í spjalli við Finn og Sigmund. Vísir / Guðmundur

Ægir Þór Steinarsson var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Val í kvöld í 2. umferð Bónus deildar karla. Stjarnan vann 94-91 og skoraði Ægir 15 stig og gaf níu stoðsendingar.

„Bara að ná í sigur. Það er það sem menn leitast eftir í byrjun tímabils“, sagði landsliðsmaðurinn reyndi strax eftir leik.

„Það er enginn að leitast eftir einhverri fullkomnum þó að maður leitist eftir því að nálgast það. Góðir kaflar og slæmir kaflar og allt þar á milli og ég er bara ánægður með að ná í sigurinn.“

Sigurinn var sennilega verðskuldaður þar sem Stjarnan hafði verið með tökin á þessum leik en voru nærrum því búnir að missa tökin á honum í lokin.

„Það var bara fagmannlegt að klára þetta. Við náðum einhverjum fráköstum og lykilstoppum hér og þar. Enn og aftur erum við með einhverja 16 stiga forystu og náum ekki að viðhalda henni. Við komumst í form og vonandi náum við að klára þetta næst en þeir eru bara með þannig lið að gæðin skína af þeim og það er ekki auðvelt að vinna þá.“

Seth LeDay er að bætast í hópinn hjá Stjörnunni og var Ægir beðinn um að meta styrkinguna sem hann kemur með inn í hópinn.

„Við fáum mann inn sem við erum spenntir að fá. Hann gefur okkur einhver fráköst sem hefði mátt vera í dag. Gefur okkur hraða og meiri breidd. Við þurfum breidd til að viðhalda þessum orkuríka leik sem við viljum vera þekktir fyrir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×