Rooney er ósammála Gerrard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 09:00 Wayne Rooney og Steven Gerrard léku 71 landsleik saman á sínum tíma með enska landsliðinu. Getty/Stuart Franklin Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni. Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira