Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2025 07:00 Víða er boðið upp á bjór til sölu á íþróttaleikjum hér á landi, eins og á fleiri menningarviðburðum, og skilar það íþróttafélögunum umtalsverðum tekjum. vísir/Arnar Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel. Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel.
Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30