Fótbolti

Mbappé og fé­lagar mæta með fullt hús stiga til Reykja­víkur

Sindri Sverrisson skrifar
Frakkar fagna einu þriggja marka sinna í kvöld.
Frakkar fagna einu þriggja marka sinna í kvöld. Getty/Xavier Laine

Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn.

Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína og fór leikurinn í kvöld 3-0. Eina markið sem Frakkland hefur fengið á sig til þessa er því markið sem Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í París í síðasta mánuði, í 2-1 tapi Íslands.

Kylian Mbappé kom Frökkum yfir í kvöld í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Adrien Rabiot bætti svo við mraki á 69. mínútu og Florian Thauvin skoraði þriðja markið á 84. mínútu.

Staðan í riðli Íslands er því þannig að Frakkland er komið með gott forskot eða 9 stig, Úkraína kemur næst með 4, Ísland er með 3 og Aserbaísjan neðst með 1 stig. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Eftir tapið gegn Úkraínu í kvöld er enn mikilvægara en áður fyrir Ísland að ná í stig gegn Frökkum á mánudaginn en sá leikur hefst klukkan 18:45, á fullum Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×