Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2025 11:01 Elliði Vignisson segir vinstrimenn síðri í því að kunna að taka bröndurum. Vísir/Anton Brink Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein hans á Vísi. Þar gerir Elliði færslu sína um listakonuna og aktívistann Möggu Stínu, sem var þar til rétt nýverið í haldi Ísraelsmanna, að umtalsefni og viðbrögð við henni. Í færslunni skrifaði Elliði: „Þá er Magga Stína búin að tryggja frið á Gasa. Ætli við getum fengið hana til að kíkja á Daða Má upp í fjármálaráðuneyti þegar hún kemur heim?“ Segir hugmyndafræðilega tilhneigingu tengjast minna þoli fyrir húmor Í grein sinni á Vísi segir Elliði að það hafi svo verið eins og við manninn mælt. „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna og vinstri sinnaðir vókistar kepptust við að fordæma þennan „ósmekklega“, „óviðeigandi“ og „ófyndna“ status. Fyndnast þótti mér þegar ein sendi mér þetta: „Djöfull ertu ömulega (sic) viðbjóðslegur að vera svona ókurteis við Möggu Stínu.“ „Eitt af því sem vókisminn færði okkur var fordæmingin á grín. Þjóðin sem eitt sinn veltist um af hlátri þegar Spaugstofan hæddist að biskupnum hikar nú við að brosa að bröndurum um kommúnista. Lífsseig kómedía tvíhöfða, rasískur undirtónn næturvaktarinnar og ódauðlegir frasar Svínasúpunnar valda samviskubiti. Gerð er krafa um að grínistarnir biðjist afsökunar á þeim afglöpum að hafa sagt þessa „smættandi“ brandara.“ Nokkur ummæli við færslu Elliða: - Það lekur af þér eineltið. Ekkert nýtt annars. - Lítilmenni gera svona Elliði.. - Mikið er þetta ósmekklega sagt hjá þér Elliði Vignisson - Kæri Elliði, þú ert stærri en þetta Elliði segir að grín hafi fyrir skömmu verið tæki til að segja það sem ekki mátti segja beint, hafi verið ventill sálarinnar og samfélagsins, leið til þess að losa um spennu, ögra, sýna ósamræmið milli orða og verka. Í dag sé sá ventill að hverfa og segir Elliði hann stíflaðan af vókisma. Hver brandari þurfi að standast siðferðislegt próf, ef einhver geti mögulega móðgast sé brandarinn fordæmdur. „Einhverjir kunna að halda að hér sé um óljósa tilfinningu að ræða eða nostalgíu „miðaldra hvíts karls í forréttinda stöðu“. Fræðin staðfesta hinsvegar að ákveðin hugmyndafræðileg tilhneiging tengist minna þoli fyrir húmor. Vinstrisinnaðir vókistar þola húmor einfaldlega verr. Í krafti sinnar allt umlykjandi yfirburðargæsku telja þau sig þess umkomin að leiðbeina um hvað er leyfilegt grín og hvað ekki.“ Vinstrimenn kunni síður að hlæja Hann segir SAGE rannsókn frá 2022 sýna að þeir sem helst samsvari sig við woke-menningu, vinstrimenn, hafi verið mun líklegri til að skynja brandara sem móðgandi. Íhaldssamir hægrimenn hafi tekið gríni léttara, hlegið og haft gaman af. „Þetta þýðir í einföldu máli: Hversu fyndið þér þykir eitthvað er ekki alltaf bara smekksatriði, það er stundum til marks um hvar þú stendur í pólitík. Þeir sem byggja sjálfsmynd sína á því að sjá og finna óréttlæti eru líklegri til að upplifa grín sem árás. Þeir sem sjá heiminn sem frjálsa samkeppni ögrandi og skapandi hugmynda eru líklegri til að taka gríni sem gríni.“ Hann segir í slíkri „vókískri menningu“ vinstrimanna hafi móðgunargirni orðið að dyggð, að verða móðgaður sýni að viðkomandi sé meðvitaður, sé góð manneskja ef honum takist að móðgast fyrir hönda annarra. Hann segir dæmi um slíkt hér heima. „Til dæmis þegar grínistinn Sveppi gerði grín að sprautufíkli árið 2019 og uppskar móðgunarbylgju úr vók áttinni. Úr sömu átt er gagnrýni á gamlan brandara Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar um „snjalla móngólítann“ og svartur húmor Hugleiks Dagssonar þar sem grín er til dæmis gert að fötluðum. Ekki má gleyma kröfu um að þingmenn geri ekki að gamni sínu eins og þegar Jens Garðar Helgason þingmaður sagðist gjarnan fá sér köku og skella sér svo í magaermi og hlaut fyrir vikið gagnrýni frá formanni samtaka fólks með offitu sem benti á að offita væri ekkert til að grínast með.“ Hann segir húmor sem eitt sinn hafa verið notaðan til að gera grín að valdi, sé nú talinn árás á „viðkvæma hópa.“ „Þannig er hægt að gera grín að hvítum en ekki svörtum. Að körlum en ekki konum. Að vöðvastæltum en ekki feitum. Að innlendum en ekki innflytjendum. Að Sigmundi Davíð en ekki Möggu Stínu. Listi vókista um það sem ekki má er langur.“ Elliði segir þurfa hugrekki til að hlæja og spyr hvort einhver muni eftir gamanmynd frá Sovéttíma Stalíns? „Vandamálið er að þegar þú útilokar húmor sem getur móðgað, útilokar þú líka húmor sem getur grætt. Húmor er nefnilega gjarnan spegilmynd sársauka, og stundum eina leiðin til að takast á við hann.“ Þakkar þeim sem ekki hafi beygt sig „Það þarf hugrekki til að hlæja. Það þarf enn meira hugrekki til að segja brandara sem ögra. Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum,“ skrifar Elliði. „Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni.“ Grín og gaman Menning Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Ölfus Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein hans á Vísi. Þar gerir Elliði færslu sína um listakonuna og aktívistann Möggu Stínu, sem var þar til rétt nýverið í haldi Ísraelsmanna, að umtalsefni og viðbrögð við henni. Í færslunni skrifaði Elliði: „Þá er Magga Stína búin að tryggja frið á Gasa. Ætli við getum fengið hana til að kíkja á Daða Má upp í fjármálaráðuneyti þegar hún kemur heim?“ Segir hugmyndafræðilega tilhneigingu tengjast minna þoli fyrir húmor Í grein sinni á Vísi segir Elliði að það hafi svo verið eins og við manninn mælt. „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna og vinstri sinnaðir vókistar kepptust við að fordæma þennan „ósmekklega“, „óviðeigandi“ og „ófyndna“ status. Fyndnast þótti mér þegar ein sendi mér þetta: „Djöfull ertu ömulega (sic) viðbjóðslegur að vera svona ókurteis við Möggu Stínu.“ „Eitt af því sem vókisminn færði okkur var fordæmingin á grín. Þjóðin sem eitt sinn veltist um af hlátri þegar Spaugstofan hæddist að biskupnum hikar nú við að brosa að bröndurum um kommúnista. Lífsseig kómedía tvíhöfða, rasískur undirtónn næturvaktarinnar og ódauðlegir frasar Svínasúpunnar valda samviskubiti. Gerð er krafa um að grínistarnir biðjist afsökunar á þeim afglöpum að hafa sagt þessa „smættandi“ brandara.“ Nokkur ummæli við færslu Elliða: - Það lekur af þér eineltið. Ekkert nýtt annars. - Lítilmenni gera svona Elliði.. - Mikið er þetta ósmekklega sagt hjá þér Elliði Vignisson - Kæri Elliði, þú ert stærri en þetta Elliði segir að grín hafi fyrir skömmu verið tæki til að segja það sem ekki mátti segja beint, hafi verið ventill sálarinnar og samfélagsins, leið til þess að losa um spennu, ögra, sýna ósamræmið milli orða og verka. Í dag sé sá ventill að hverfa og segir Elliði hann stíflaðan af vókisma. Hver brandari þurfi að standast siðferðislegt próf, ef einhver geti mögulega móðgast sé brandarinn fordæmdur. „Einhverjir kunna að halda að hér sé um óljósa tilfinningu að ræða eða nostalgíu „miðaldra hvíts karls í forréttinda stöðu“. Fræðin staðfesta hinsvegar að ákveðin hugmyndafræðileg tilhneiging tengist minna þoli fyrir húmor. Vinstrisinnaðir vókistar þola húmor einfaldlega verr. Í krafti sinnar allt umlykjandi yfirburðargæsku telja þau sig þess umkomin að leiðbeina um hvað er leyfilegt grín og hvað ekki.“ Vinstrimenn kunni síður að hlæja Hann segir SAGE rannsókn frá 2022 sýna að þeir sem helst samsvari sig við woke-menningu, vinstrimenn, hafi verið mun líklegri til að skynja brandara sem móðgandi. Íhaldssamir hægrimenn hafi tekið gríni léttara, hlegið og haft gaman af. „Þetta þýðir í einföldu máli: Hversu fyndið þér þykir eitthvað er ekki alltaf bara smekksatriði, það er stundum til marks um hvar þú stendur í pólitík. Þeir sem byggja sjálfsmynd sína á því að sjá og finna óréttlæti eru líklegri til að upplifa grín sem árás. Þeir sem sjá heiminn sem frjálsa samkeppni ögrandi og skapandi hugmynda eru líklegri til að taka gríni sem gríni.“ Hann segir í slíkri „vókískri menningu“ vinstrimanna hafi móðgunargirni orðið að dyggð, að verða móðgaður sýni að viðkomandi sé meðvitaður, sé góð manneskja ef honum takist að móðgast fyrir hönda annarra. Hann segir dæmi um slíkt hér heima. „Til dæmis þegar grínistinn Sveppi gerði grín að sprautufíkli árið 2019 og uppskar móðgunarbylgju úr vók áttinni. Úr sömu átt er gagnrýni á gamlan brandara Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar um „snjalla móngólítann“ og svartur húmor Hugleiks Dagssonar þar sem grín er til dæmis gert að fötluðum. Ekki má gleyma kröfu um að þingmenn geri ekki að gamni sínu eins og þegar Jens Garðar Helgason þingmaður sagðist gjarnan fá sér köku og skella sér svo í magaermi og hlaut fyrir vikið gagnrýni frá formanni samtaka fólks með offitu sem benti á að offita væri ekkert til að grínast með.“ Hann segir húmor sem eitt sinn hafa verið notaðan til að gera grín að valdi, sé nú talinn árás á „viðkvæma hópa.“ „Þannig er hægt að gera grín að hvítum en ekki svörtum. Að körlum en ekki konum. Að vöðvastæltum en ekki feitum. Að innlendum en ekki innflytjendum. Að Sigmundi Davíð en ekki Möggu Stínu. Listi vókista um það sem ekki má er langur.“ Elliði segir þurfa hugrekki til að hlæja og spyr hvort einhver muni eftir gamanmynd frá Sovéttíma Stalíns? „Vandamálið er að þegar þú útilokar húmor sem getur móðgað, útilokar þú líka húmor sem getur grætt. Húmor er nefnilega gjarnan spegilmynd sársauka, og stundum eina leiðin til að takast á við hann.“ Þakkar þeim sem ekki hafi beygt sig „Það þarf hugrekki til að hlæja. Það þarf enn meira hugrekki til að segja brandara sem ögra. Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum,“ skrifar Elliði. „Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni.“
Nokkur ummæli við færslu Elliða: - Það lekur af þér eineltið. Ekkert nýtt annars. - Lítilmenni gera svona Elliði.. - Mikið er þetta ósmekklega sagt hjá þér Elliði Vignisson - Kæri Elliði, þú ert stærri en þetta
Grín og gaman Menning Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Ölfus Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent