Hefur áhyggjur af unga fólkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 14:07 Ásgeir Jónsson segir ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum koma hvað verst niður á ungu fólki sem vill komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann hefur áhyggjur af stöðu hópsins. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent