Hefur áhyggjur af unga fólkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 14:07 Ásgeir Jónsson segir ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum koma hvað verst niður á ungu fólki sem vill komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann hefur áhyggjur af stöðu hópsins. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira