„Finn ekki fyrir pressu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2025 16:03 Lína er komin á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Birta Sólveig Söring er komin í hóp íslenskra leikkvenna sem fer með hlutverk Línu. Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar. Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira