Lífið

Þótti ekki við­eig­andi að gefa fag­aðilum gervitittlinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fer með hlutverk Hreins.
Steindi fer með hlutverk Hreins.

Í síðasta þætti af Brjáni mætti Brjánn með meistaraflokk Þróttar í kynningarpartí hjá heildsölu fjölskyldunnar.

Fyrirtækið sérhæfir sig í hárlit og er bróðir Brjáns, Hreinn framkvæmdarstjóri. Steinþór Hróar leikur Hrein en eiginkona hans Alexandra er leikin af Ragnhildi Steinunni.

Eins og þekkist í svona teitum fara gestir oft á tíðum út með gjafir. Alexandra stóð í þeirri meiningu að það væri sniðugt að gefa öllum hjálpartæki ástarlífsins. 

Hreinn var ekki alveg á þeirri skoðun og fjarlægði tækin úr öllum pokum. Það sló ekki í gegn hjá eiginkonunni eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Hreini þótti óviðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.