„Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Kári Mímisson skrifar 6. október 2025 22:29 Tindastóll vann fyrsta deildarleikinn undir stjórn Arnars Guðjónssonar. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn Val á Hlíðarenda nú í kvöld. Leikurinn var afar spennandi en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Dedrick Basile skoraði sigurkörfuna. „Það er gott að byrja þetta á sigri. Það er mikilvægt að byrja mótið vel og ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar strax að leik loknum. Spurður að því hvað svona sigur gefi liðinu aukalega segir Arnar það vissulega gefa trú á verkefnið en á sama tíma þá þurfi liðið að halda áfram að bæta sig burt séð frá sigrinum í kvöld. „Það gefur okkur trú að við getum unnið leiki þegar þeir eru jafnir og að við getum haldið áfram að sýna góða frammistöðu, það er ákveðinn lærdómur í því. Svo er það nú bara þannig að við þurfum að vakna á morgun og halda áfram að verða betri alveg sama hvort við höfum hitt hérna í lokin eða ekki.“ Tindastóll náði frábærum kafla í fyrri hálfleik sem gaf liðinu mest 17 stiga forystu en heimamenn í Val tókst að jafna leikinn hægt og bítandi en Tindastóll hafði rúmlega sex sekúndur til að skora þessa sigurkörfu hér undir lok leiksins. Hvað er það sem gerist hér í seinni hálfleik? „Þeir læstu okkur svolítið varnarlega og á sama tíma náðum við ekki að hreyfa boltann nógu vel. Undir lokinn eru þeir eiginlega aðeins á vítalínunni og við það verður leikurinn rosalega hægur og við náum ekki að skora í bakið á þeim ásamt því að þeir fengu rosalega mikið af sóknarfráköstum á þessum tíma. Það að við séum að spila við lið sem er annálað fyrir að leika góðan varnarleik, tekst ekki að ná nógu mörgum fráköstum og svo að þeir voru að skjóta úr einhverjum 40 vítum eða eitthvað gerði þetta aðeins erfiðar fyrir okkur í seinni hálfleik.“ Eftir að hafa látið fara hægt um sig var Dedrick Basile stórkostlegur í fjórða leikhlutanum og gerði 15 stig. Hvernig metur þú frammistöðu hans hér undir lokin? „Hann gerði vel. Við náðum að opna vel fyrir hann með einhverjum hlutum hér undir lokin. Hann gerði svo sitt enda þurftum við á honum að halda hér í kvöld.“ Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
„Það er gott að byrja þetta á sigri. Það er mikilvægt að byrja mótið vel og ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar strax að leik loknum. Spurður að því hvað svona sigur gefi liðinu aukalega segir Arnar það vissulega gefa trú á verkefnið en á sama tíma þá þurfi liðið að halda áfram að bæta sig burt séð frá sigrinum í kvöld. „Það gefur okkur trú að við getum unnið leiki þegar þeir eru jafnir og að við getum haldið áfram að sýna góða frammistöðu, það er ákveðinn lærdómur í því. Svo er það nú bara þannig að við þurfum að vakna á morgun og halda áfram að verða betri alveg sama hvort við höfum hitt hérna í lokin eða ekki.“ Tindastóll náði frábærum kafla í fyrri hálfleik sem gaf liðinu mest 17 stiga forystu en heimamenn í Val tókst að jafna leikinn hægt og bítandi en Tindastóll hafði rúmlega sex sekúndur til að skora þessa sigurkörfu hér undir lok leiksins. Hvað er það sem gerist hér í seinni hálfleik? „Þeir læstu okkur svolítið varnarlega og á sama tíma náðum við ekki að hreyfa boltann nógu vel. Undir lokinn eru þeir eiginlega aðeins á vítalínunni og við það verður leikurinn rosalega hægur og við náum ekki að skora í bakið á þeim ásamt því að þeir fengu rosalega mikið af sóknarfráköstum á þessum tíma. Það að við séum að spila við lið sem er annálað fyrir að leika góðan varnarleik, tekst ekki að ná nógu mörgum fráköstum og svo að þeir voru að skjóta úr einhverjum 40 vítum eða eitthvað gerði þetta aðeins erfiðar fyrir okkur í seinni hálfleik.“ Eftir að hafa látið fara hægt um sig var Dedrick Basile stórkostlegur í fjórða leikhlutanum og gerði 15 stig. Hvernig metur þú frammistöðu hans hér undir lokin? „Hann gerði vel. Við náðum að opna vel fyrir hann með einhverjum hlutum hér undir lokin. Hann gerði svo sitt enda þurftum við á honum að halda hér í kvöld.“
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum