Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar 5. október 2025 11:02 Ég er flóttamaður – flóttamaður í mínu eigin landi. Ég stend hvorki á flugvelli né við landamæri með ferðatösku eða bakpoka. Ég stend ekki í biðröð, með eða án vegabréfs og óska eftir hæli. Minn flótti er ósýnilegur. Ég er á stöðugum flótta undan tilfinningum, fólki, stöðum og minningum sem hafa brennt sig í sálarlíf mitt. Við tölum sjaldan um þessa flóttamenn sem búa við þennan flótta þar sem við erum ekki á forsíðumyndum dagblaða með poka í hendi. Við erum hér, allt í kringum ykkur – einstaklingar sem hafa orðið fyrir áföllum sem aldrei fengu að gróa. Í stað þess að vinna úr sársaukanum höfum við bitið á jaxlinn og burðast með harm okkar í hljóði. Börn bera jafnvel áföll forfeðra sinna á bakinu – börn sem alast upp hjá foreldrum sem sjálfir bera óleyst áföll. Þannig verður áfallastreitan keðjuverkandi frá kynslóð til kynslóðar. Kannski er það ástæðan fyrir því að alkóhólismi er kallaður erfðasjúkdómur. - Þetta er hinn ósýnilegi flótti sá sem enginn sér, en margir lifa í. Birtingarmynd fíknar getur tekið á sig ótal form: lögleg og ólögleg vímuefni, lyf, kynlíf, fjárhættuspil, vinna, tölvuleikir, netnotkun og svona mætti lengi telja. Listinn er endalaus, en allt hefur þetta eitt sameiginlegt: að reyna að flýja sársauka sem er óbærilegur og virðist óviðráðanlegur. Þegar við tölum um fíkn heyrum við nær alltaf aðeins um neikvæðar hliðar hennar svo sem glæpi, heimilisleysi, ofbeldi og eyðileggingu. Allt er það satt en með því að horfa eingöngu á afleiðingarnar skiljum við aldrei hvað knýr fólk af stað. Til að skilja fíknina verðum við líka að horfa á það sem virkaði jákvætt í upphafi sem er leitin að vellíðan. Ef fólk sækist svona sterkt eftir vellíðan þá hljótum við að spyrja okkur: ,,Af hverju er allur þessi sársauki til staðar í fyrsta lagi?” Þetta snýst ekki bara um hegðun heldur um hvað gerist innra með manneskjunni. Hvernig reynslan, áföllin og aðstæðurnar móta viðbrögð hennar. Enginn velur sér að búa á götunni, lenda í afbrotum eða vera háður neyslu. En á einhverjum tímapunkti verður vanlíðanin svo sterk að þessi hættulega leið virðist vera eina útrásin sem veitir tímabundna vellíðan. Þunglyndi hjá börnum birtist oft í því að þau loka sig af og einangra sig. Þau flýja jafnvel í tölvur, síma eða tölvuleiki – því þar finna þau skjól frá vanlíðan sem þau geta ekki sett orð á. Þegar sótt er um þjónustu vegna barna tekur það marga mánuði áður en nokkuð gerist. Ef kalla þarf til sérfræðinga má jafnvel telja biðina í árum. Á meðan bíður barnið áfram í sama óöryggi, með sama sársauka – sem verður aðeins dýpri eftir því sem tíminn líður. Í hverjum mánuði horfum við síðan eftir ungu fólki sem tóku þá örlagaríku ákvörðun að binda endi á líf sitt. Hvort sem það er ákall um hjálp eða hvatvísi í örvæntingu, þá er staðreyndin alltaf sú sama: þeim leið illa. Fjölskyldur sitja eftir með endalausar spurningar – af hverju? Svarið er sárt, en einfalt: kerfið er að bregðast börnunum okkar. Sálfræðingar og einkareknar stofur eru ekki niðurgreidd þjónusta. Hver tími kostar um 30.000kr. ef ekki meira sem margir einfaldlega ráða ekki við, hvað þá þeir einstaklingar sem eru nýkomnir út úr meðferð? Ég hef sjaldnast séð fólk koma út úr meðferð eða af geðdeildum með fulla vasa af seðlum. En hvað gerir fólk þá? Það snýr sér að því sem er niðurgreitt sem er geðlæknisþjónusta. Þar fær sjúklingurinn kvíðastillandi eða róandi lyf, jafnvel svefntöflur til að sofa en enga raunverulega áfallavinnu. Það er eins og manneskja leiti til bráðamóttöku með beinbrot – en í stað þess að lækna brotið séu henni réttar hækjur og verkjatöflur, í þeirri von að þetta lagist af sjálfu sér með tímanum. Á meðan dælir ríkið milljörðum í skaðaminnkunarúrræði sem hjálpa þeim sem þegar eru djúpt sokknir í neyslu. Slík úrræði eru nauðsynleg en við erum samt að byrja á röngum enda. Við náum ekki til barnanna og ungmennanna sem eru rétt að hefja sinn flótta, þeirra sem enn væri hægt að grípa áður en þau þurfa á skaðaminnkunarúrræðum að halda. Þeir sem alast upp í áfallastreitu hvort sem hún er þeirra eigin eða arfleidd frá foreldrum sem aldrei fengu að vinna úr sínum sárum eru líka flóttamenn. Þeir þurfa hjálp áður en þeir flýja inn í vímu eða í versta falli út úr lífinu sjálfu. Ég hef upplifað hvernig það er að vera dæmdur fyrir flóttann minn. Að fólk sjái aðeins yfirborðið fíknina og mistökin en ekki það sem liggur að baki: Tilraun til að lifa af. Ég þekki þetta af eigin raun. Ég hætti að drekka fyrir tæplega tuttugu árum, en þrátt fyrir það hef ég alltaf borið með mér innra „element“ sem hvíslar að mér að flýja. Þegar aðstæður verða mér óþægilegar – til dæmis vegna óheiðarleika eða átaka – vill þessi rödd helst að ég hverfi, svo ég þurfi ekki að upplifa þann sársauka sem fylgir. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hversu mikill sársauki fylgir sjálfum flóttanum – ekki aðeins fyrir mig heldur líka fyrir þá sem standa mér næst. Með því að rækta sjálfan mig á hverjum degi og taka ábyrgð á því sem ég á að gera hef ég smám saman lært að sjá þessar flóttaleiðir í kringum mig. Þrátt fyrir að vera orðinn edrú og virkur í 12 spora samtökum var ég lengi á annars konar flótta – í vinnu, samböndum, jafnvel í of mikilli ábyrgð. Ég bjó mér fjárhagslegt óöryggi til að geta unnið meira – allt til að forðast að horfast í augu við sjálfan mig og sársaukann. Ef ég hefði fengið áfallameðferð samhliða þeirri meðferð sem ég fór í vegna vímuefnanotkunar árið 2006 hefðu næstu sautján ár líklega litið allt öðruvísi út. Það var ekki fyrr en ég varð fyrir hrottalegri nauðgun á líkamsræktarstöð hér í bæ að Neyðarmóttaka Landspítalans opnaði dyrnar fyrir mér og veitti mér þá aðstoð sem ég þurfti – þar á meðal áfallavinnu með sálfræðingi – án þess að ég þyrfti að greiða krónu fyrir. En það er bitur staðreynd að manni þurfi að vera nauðgað til að fá viðeigandi aðstoð. Ég er flóttamaður. Og ég er ekki einn. Höfundur er þriggja barna faðir og virkur félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er flóttamaður – flóttamaður í mínu eigin landi. Ég stend hvorki á flugvelli né við landamæri með ferðatösku eða bakpoka. Ég stend ekki í biðröð, með eða án vegabréfs og óska eftir hæli. Minn flótti er ósýnilegur. Ég er á stöðugum flótta undan tilfinningum, fólki, stöðum og minningum sem hafa brennt sig í sálarlíf mitt. Við tölum sjaldan um þessa flóttamenn sem búa við þennan flótta þar sem við erum ekki á forsíðumyndum dagblaða með poka í hendi. Við erum hér, allt í kringum ykkur – einstaklingar sem hafa orðið fyrir áföllum sem aldrei fengu að gróa. Í stað þess að vinna úr sársaukanum höfum við bitið á jaxlinn og burðast með harm okkar í hljóði. Börn bera jafnvel áföll forfeðra sinna á bakinu – börn sem alast upp hjá foreldrum sem sjálfir bera óleyst áföll. Þannig verður áfallastreitan keðjuverkandi frá kynslóð til kynslóðar. Kannski er það ástæðan fyrir því að alkóhólismi er kallaður erfðasjúkdómur. - Þetta er hinn ósýnilegi flótti sá sem enginn sér, en margir lifa í. Birtingarmynd fíknar getur tekið á sig ótal form: lögleg og ólögleg vímuefni, lyf, kynlíf, fjárhættuspil, vinna, tölvuleikir, netnotkun og svona mætti lengi telja. Listinn er endalaus, en allt hefur þetta eitt sameiginlegt: að reyna að flýja sársauka sem er óbærilegur og virðist óviðráðanlegur. Þegar við tölum um fíkn heyrum við nær alltaf aðeins um neikvæðar hliðar hennar svo sem glæpi, heimilisleysi, ofbeldi og eyðileggingu. Allt er það satt en með því að horfa eingöngu á afleiðingarnar skiljum við aldrei hvað knýr fólk af stað. Til að skilja fíknina verðum við líka að horfa á það sem virkaði jákvætt í upphafi sem er leitin að vellíðan. Ef fólk sækist svona sterkt eftir vellíðan þá hljótum við að spyrja okkur: ,,Af hverju er allur þessi sársauki til staðar í fyrsta lagi?” Þetta snýst ekki bara um hegðun heldur um hvað gerist innra með manneskjunni. Hvernig reynslan, áföllin og aðstæðurnar móta viðbrögð hennar. Enginn velur sér að búa á götunni, lenda í afbrotum eða vera háður neyslu. En á einhverjum tímapunkti verður vanlíðanin svo sterk að þessi hættulega leið virðist vera eina útrásin sem veitir tímabundna vellíðan. Þunglyndi hjá börnum birtist oft í því að þau loka sig af og einangra sig. Þau flýja jafnvel í tölvur, síma eða tölvuleiki – því þar finna þau skjól frá vanlíðan sem þau geta ekki sett orð á. Þegar sótt er um þjónustu vegna barna tekur það marga mánuði áður en nokkuð gerist. Ef kalla þarf til sérfræðinga má jafnvel telja biðina í árum. Á meðan bíður barnið áfram í sama óöryggi, með sama sársauka – sem verður aðeins dýpri eftir því sem tíminn líður. Í hverjum mánuði horfum við síðan eftir ungu fólki sem tóku þá örlagaríku ákvörðun að binda endi á líf sitt. Hvort sem það er ákall um hjálp eða hvatvísi í örvæntingu, þá er staðreyndin alltaf sú sama: þeim leið illa. Fjölskyldur sitja eftir með endalausar spurningar – af hverju? Svarið er sárt, en einfalt: kerfið er að bregðast börnunum okkar. Sálfræðingar og einkareknar stofur eru ekki niðurgreidd þjónusta. Hver tími kostar um 30.000kr. ef ekki meira sem margir einfaldlega ráða ekki við, hvað þá þeir einstaklingar sem eru nýkomnir út úr meðferð? Ég hef sjaldnast séð fólk koma út úr meðferð eða af geðdeildum með fulla vasa af seðlum. En hvað gerir fólk þá? Það snýr sér að því sem er niðurgreitt sem er geðlæknisþjónusta. Þar fær sjúklingurinn kvíðastillandi eða róandi lyf, jafnvel svefntöflur til að sofa en enga raunverulega áfallavinnu. Það er eins og manneskja leiti til bráðamóttöku með beinbrot – en í stað þess að lækna brotið séu henni réttar hækjur og verkjatöflur, í þeirri von að þetta lagist af sjálfu sér með tímanum. Á meðan dælir ríkið milljörðum í skaðaminnkunarúrræði sem hjálpa þeim sem þegar eru djúpt sokknir í neyslu. Slík úrræði eru nauðsynleg en við erum samt að byrja á röngum enda. Við náum ekki til barnanna og ungmennanna sem eru rétt að hefja sinn flótta, þeirra sem enn væri hægt að grípa áður en þau þurfa á skaðaminnkunarúrræðum að halda. Þeir sem alast upp í áfallastreitu hvort sem hún er þeirra eigin eða arfleidd frá foreldrum sem aldrei fengu að vinna úr sínum sárum eru líka flóttamenn. Þeir þurfa hjálp áður en þeir flýja inn í vímu eða í versta falli út úr lífinu sjálfu. Ég hef upplifað hvernig það er að vera dæmdur fyrir flóttann minn. Að fólk sjái aðeins yfirborðið fíknina og mistökin en ekki það sem liggur að baki: Tilraun til að lifa af. Ég þekki þetta af eigin raun. Ég hætti að drekka fyrir tæplega tuttugu árum, en þrátt fyrir það hef ég alltaf borið með mér innra „element“ sem hvíslar að mér að flýja. Þegar aðstæður verða mér óþægilegar – til dæmis vegna óheiðarleika eða átaka – vill þessi rödd helst að ég hverfi, svo ég þurfi ekki að upplifa þann sársauka sem fylgir. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hversu mikill sársauki fylgir sjálfum flóttanum – ekki aðeins fyrir mig heldur líka fyrir þá sem standa mér næst. Með því að rækta sjálfan mig á hverjum degi og taka ábyrgð á því sem ég á að gera hef ég smám saman lært að sjá þessar flóttaleiðir í kringum mig. Þrátt fyrir að vera orðinn edrú og virkur í 12 spora samtökum var ég lengi á annars konar flótta – í vinnu, samböndum, jafnvel í of mikilli ábyrgð. Ég bjó mér fjárhagslegt óöryggi til að geta unnið meira – allt til að forðast að horfast í augu við sjálfan mig og sársaukann. Ef ég hefði fengið áfallameðferð samhliða þeirri meðferð sem ég fór í vegna vímuefnanotkunar árið 2006 hefðu næstu sautján ár líklega litið allt öðruvísi út. Það var ekki fyrr en ég varð fyrir hrottalegri nauðgun á líkamsræktarstöð hér í bæ að Neyðarmóttaka Landspítalans opnaði dyrnar fyrir mér og veitti mér þá aðstoð sem ég þurfti – þar á meðal áfallavinnu með sálfræðingi – án þess að ég þyrfti að greiða krónu fyrir. En það er bitur staðreynd að manni þurfi að vera nauðgað til að fá viðeigandi aðstoð. Ég er flóttamaður. Og ég er ekki einn. Höfundur er þriggja barna faðir og virkur félagi í SÁÁ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar