Fótbolti

Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla

Árni Jóhannsson skrifar
Elmar Kári jafnaði leikinn á lokamínútunum, í annað sinn fyrir Aftureldingu.
Elmar Kári jafnaði leikinn á lokamínútunum, í annað sinn fyrir Aftureldingu. vísir / anton

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær en leikið var í 25. umferð. Rosaleg dramatík var í Vesturbænum, Skaginn steig breitt skref í átt að öryggi í Vestmannaeyjum og forskotið gekka á milli liða að Hlíðarenda.

Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda í leik KR og Aftureldingar en þurftu að sættast á jafnan hlut. Það var þó mikil dramatík og læti á lokamínútum leiksins. Sjón er sögu ríkari.

Klippa: KR - Afturelding 2-2

ÍA fór langt með það að tryggja veru sína í deildinni með því að vinna ÍBV á útivelli í rokleik. Fyrra markið kom gegn vindi og svo litu hörmuleg mistök dagsins ljós sem gulltryggði sigur Skagamanna.

Klippa: ÍBV - ÍA 0-2

Valsmenn unnu svo virkilega mikilvægan sigur á Stjörnunni í toppbaráttunni og tóku um leið annað sætið traustu taki. Stjarnan komst yfir en Valur komst yfir og tryggði svo sigurinn þegar skammt var eftir af leiknum.

Klippa: Valur - Stjarnan 3-2

Hægt er að lesa meira um leikina í tengdum greinum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum

KR og Afturelding gerðu 2-2 jafntefli í þriðju umferð neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Þrjú mörk litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins og Elmar Kári Cogic jafnaði metin fyrir gestina á fimmtu mínútu uppbótartímans. Bæði lið eru því enn í fallsætum Bestu deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×