Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2025 22:40 Túfa segir sig og hans lið hafa fengið ómaklega gagnrýni í sumar. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, var að vonum ánægður eftir mikilvægan 3-2 sigur hans manna á Stjörnunni í Bestu deild karla á Hlíðarenda í kvöld. Hann vísar ómaklegri gagnrýni fótboltasérfræðinga á bug. „Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu í dag. Leikurinn byrjar í brekku, að lenda undir eftir fjórar mínútur. Það er týpískt fyrir lið sem er búið að eiga í erfiðleikum. Það eina sem ég bað um í dag var að halda í það identity sem við höfum skapað í sumar,“ sagði Túfa í samtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik. Líkt og hann nefnir lentu Valsmenn undir snemma leiks og virtust ekki líklegir til afreka. Liðið hafði tapað fjórum leikjum af sex í aðdragandanum og sjálfstraust manna minna en ella. Áðurnefnd identity, einkenni liðsins, hafi sýnt sig í dag. „Það identity er samstaða, að allir rói í sömu átt af fullum krafti, að mótlæti sé bara hvatning og reyna að spila leikinn þannig. Mér fannst liðið mitt gera það í dag.“ Valsmenn hafa verið mikið milli tannana á fólki í sumar, líkt og eðlilegt er með eitt stærsta félag landsins. Liðið fór ekkert sérlega vel af stað í deildinni og fóru af stað orðrómar snemmsumars að starf þjálfarans væri í hættu. Þá hafa Valsmenn sætt gagnrýni eftir að hafa tapað bikarúrslitaleik fyrir Vestra en í þeim leik meiddist markahæsti maður liðsins, Patrick Pedersen, og leiðin legið niður á við. Gengið verið brösugt og Valsmenn farið úr toppsætinu í það að vera við það að missa af Víkingi í toppbaráttunni. Hefur þessi umræða legið á Túfa? „Eina sem hefur legið þungt á mér persónulega er að liðið hefur ekki unnið leiki að undanförnu. Það er þungt fyrir mig að missa menn í meiðsli sem voru geggjaðir. Á þeim tímapunkti var ekkert betra lið á Íslandi en Valur – þegar við vorum með alla okkar leikmenn,“ segir Túfa og bætir við: „Í öllum okkar keppnum höfum við farið alla leið. Við unnum Lengjubikarinn, fórum í úrslit í bikarnum og höfum verið eina liðið að veita Víkingi samkeppni – liði sem hefur tekið yfir íslenskan fótbolta ásamt Breiðabliki. Við erum enn í þeirri baráttu,“ „Ég held að ég sé eini þjálfari í heiminum sem hefur verið í slíkri neikvæðri umræðu hjá fólki sem ég veit ekkert hvað þau vita mikið um fótbolta og lið sem er alltaf að gera sitt besta. Lið með identity sem hefur ekki verið til staðar hjá Val undanfarin ár. Lið sem er á öllum vígstöðum að keppa um fyrsta sæti,“ segir Túfa. Valur Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu í dag. Leikurinn byrjar í brekku, að lenda undir eftir fjórar mínútur. Það er týpískt fyrir lið sem er búið að eiga í erfiðleikum. Það eina sem ég bað um í dag var að halda í það identity sem við höfum skapað í sumar,“ sagði Túfa í samtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik. Líkt og hann nefnir lentu Valsmenn undir snemma leiks og virtust ekki líklegir til afreka. Liðið hafði tapað fjórum leikjum af sex í aðdragandanum og sjálfstraust manna minna en ella. Áðurnefnd identity, einkenni liðsins, hafi sýnt sig í dag. „Það identity er samstaða, að allir rói í sömu átt af fullum krafti, að mótlæti sé bara hvatning og reyna að spila leikinn þannig. Mér fannst liðið mitt gera það í dag.“ Valsmenn hafa verið mikið milli tannana á fólki í sumar, líkt og eðlilegt er með eitt stærsta félag landsins. Liðið fór ekkert sérlega vel af stað í deildinni og fóru af stað orðrómar snemmsumars að starf þjálfarans væri í hættu. Þá hafa Valsmenn sætt gagnrýni eftir að hafa tapað bikarúrslitaleik fyrir Vestra en í þeim leik meiddist markahæsti maður liðsins, Patrick Pedersen, og leiðin legið niður á við. Gengið verið brösugt og Valsmenn farið úr toppsætinu í það að vera við það að missa af Víkingi í toppbaráttunni. Hefur þessi umræða legið á Túfa? „Eina sem hefur legið þungt á mér persónulega er að liðið hefur ekki unnið leiki að undanförnu. Það er þungt fyrir mig að missa menn í meiðsli sem voru geggjaðir. Á þeim tímapunkti var ekkert betra lið á Íslandi en Valur – þegar við vorum með alla okkar leikmenn,“ segir Túfa og bætir við: „Í öllum okkar keppnum höfum við farið alla leið. Við unnum Lengjubikarinn, fórum í úrslit í bikarnum og höfum verið eina liðið að veita Víkingi samkeppni – liði sem hefur tekið yfir íslenskan fótbolta ásamt Breiðabliki. Við erum enn í þeirri baráttu,“ „Ég held að ég sé eini þjálfari í heiminum sem hefur verið í slíkri neikvæðri umræðu hjá fólki sem ég veit ekkert hvað þau vita mikið um fótbolta og lið sem er alltaf að gera sitt besta. Lið með identity sem hefur ekki verið til staðar hjá Val undanfarin ár. Lið sem er á öllum vígstöðum að keppa um fyrsta sæti,“ segir Túfa.
Valur Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira