„Draumar geta ræst“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. október 2025 23:47 Björk Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni og NPA þjónustunni Ástu Margréti Haraldsdóttur. Vísir/Lýður Valberg Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Síðast þegar að fréttastofa hitti Björk Sigurðardóttur í mars var hún nýbökuð móðir og hafði verið á biðlista eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA þjónustu frá Reykjavíkurborg í um tvö ár. Án aðstoðar eyddi hún nær öllum stundum heima fyrir og lýsti tilverunni sem stofufangelsi. „Ég kemst ekki út með hana neitt. Út í göngutúra eða til vina og fjölskyldu eða kaffihús eða hvað sem það er,“ sagði hún á þeim tíma. Tveimur mánuðum seinna hlaut Björk loksins þá þjónustu sem hún á rétt á og slær nú við gjörnýjan tón í hennar lífi. Nú getur hún loks farið út á leikvöll með dóttur sinni en þær mæðgur fagna fegin frelsinu. „Úff þetta er náttúrulega algjör leikbreytir fyrir mitt líf. Ég get bara stjórnað mér sjálf. Hvenær ég vil vakna á morgnanna og ég get farið með Viktoríu á leikskólann. Ég get farið erlendis. Þetta er algjört frelsi ég get látið mig dreyma. Draumar geta ræst með NPA.“ Björk fær nú 320 klukkutíma aðstoð á mánuði. Líkamleg og andleg heilsa hafi batnað til muna. „Eins og núna fer ég í ræktina og geri bara það sem ég vil. Maður verður bara glaðari og lífið er bara skemmtilegra með NPA.“ Of margir séu enn á biðlista. „Haldið áfram að berjast og standið á ykkar rétti. Ég hvet öll sveitarfélögin til að vakna og veita þessa lögbundnu þjónustu. Maður er ekkert að sækja um þetta bara í djóki sko.“ Ásta Margrét Haraldsdóttir, NPA starfsmaður Bjarkar, segist mæla með starfinu fyrir hvern sem er. Hvernir er daglegt líf sem NPA starfsmaður? „Það er bara yndislegt. Þetta er bara lífið hennar Bjarkar. Ég fylgi því bara sem hún vill gera og allt sem hún vill gera er skemmtilegt. Og Viktoría dóttir hennar er yndisleg.“ Er ekki gaman að geta farið svona út að leika án þess að það sé nokkur fyrirhöfn? „Jú það breytir öllu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti ekki farið út að leika með dóttur minni,“ bætir Björk við.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira