Lífið

Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjóna­band

Atli Ísleifsson skrifar
Lori Loughlin og Mossimo Giannulli yfirgefa dómsal árið 2019.
Lori Loughlin og Mossimo Giannulli yfirgefa dómsal árið 2019. EPA

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar, Mossimo Giannulli, eru skilin að borði og sæng, 28 árum eftir að þau gengu í hjónaband.

Þetta staðfestir talsmaður leikkonunnar í samtali við bandaríska fjölmiðla. „Þau búa sitt í hvoru lagi og taka hlé frá hjónabandinu. Það séu þó ekki nein lagaleg mál í gangi fyrir dómstólum í augnablikinu að því er haft er eftir Elizabeth Much, talsmanni Loughlins, í frétt People.

Lori Loughlin, sem er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Full House, og fatahönnuðurinn Mossimo Giannulli gengu í hjónaband árið 1997 og eiga saman tvær dætur – áhrifavaldana Olivia Jade, 26 ára, og Isabella Rose Giannulli, 27 ára.

Áður hafði verið greint frá því að þau Loughlin og Giannulli hafi sett 11.800 fermetra glæsihús sitt í Hidden Hills á sölu. Ásett verð var 16,5 milljónir dala, en þau keyptu húsið á 9,5 milljónir dala í ágúst 2020.

Parið hefur mikið verið í fréttum síðustu ár. Loughlin var árið 2020 dæmd í tveggja mánaða fangelsi og Giannulli í fimm mánaða fangelsi fyrir svik eftir að hafa tryggt dætrum sínum aðgang að háskóla á ólöglegan máta.

Síðustu ár hefur Loughlin snúið aftur á sjónvarpsskjáinn og meðal annars birst í þáttum á borð við When Hope Calls og Curb Your Enthusiasm.


Tengdar fréttir

Loughlin dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin hefur verið dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir þátt sinn í háskólasvikamyllu sem ætlað var að tryggja skólavist dætra hennar í USC háskólanum í Kalíforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.