Lífið

Það var bannað að hlæja á Kjarval

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hláturinn lengir lífið, eins og einhver sagði!
Hláturinn lengir lífið, eins og einhver sagði!

Það var líf, fjör og hlátrarsköll á Vinnustofu Kjarvals í gærkvöldi þegar forsýning á annarri þáttaröð af Bannað að hlæja fór fram. Fyrsta þáttaröðin kom út síðasta vetur og vakti mikla lukku.

Þáttastjórnandinn og fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal endurtekur nú leikinn með nýjum og fyrrum gestum, sem reyna eftir fremsta megni að halda aftur hláturinum en kalla hann fram hjá öðrum.

Í þáttunum býður Auðunn tuttugu og fimm einstaklingum í fimm ólík matarboð, þar sem einn kemst áfram í hverjum þætti í lokamatarboðinu. Eina reglan er einföld: bannað er að hlæja.

Meðal þeirra sem mættu á forsýninguna voru áhrifavaldarnir Jóhanna Helga Jensdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Patrekur Jaime, Guðrún Svava Egilsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Benedikt Bjarnason, tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, Rúrik Gíslason og Sverri Þór Sverrisson – svo fáir einir séu nefndir.

Anton Brink ljósmyndari mætti á svæðið og myndaði gleðskapinn.

Jóhanna Helga, Magnea Björg, Patrekur, Guðrún Svava og Sunneva.Anton Brink
Auðunn Blöndal, Allan Sigurðsson, Sandra Barilli og Hannes Þór Halldórsson.Anton Brink
Andri Már Eggertsson, eða Nabblinn eins og hann er jafnan kallaður, og Benedikt Bjarnason.Anton Brink
Gauti Þeyr Másson, Guðrún Svava Egilsdóttir og Auðunn Blöndal.Anton Brink
Rúrik Gíslaon og Sveppi skemmtu sér vel.Anton Brink
Birkir Karl Sigurðsson hlaðvarpsstjórnandi og félagar.Anton Brink
Útvarpsmennirnir Guðjón Smári Smárason og Andri Björnsson.Anton Brink
Hinrik Örn Lárusson og félagar.Anton Brink
Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal.Anton Brink
Hugi Halldórsson ásamt vinkonu sinni.Anton Brink
Hannes Þór Arason, Hannes Þór Halldórsson og Auðunn Blöndal.Anton Brink
Anton Brink
Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir ásamt vinkonum.Anton Brink





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.