Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2025 17:02 Sif Sigmarsdóttir hefur verið búsett í Lundúnum frá 2003 en starfar þó við að skrifa á íslensku: fréttir, pistla og bækur. Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsýnir, er byrjuð með vikulegan pistil á fimmtudagsmorgnum á Vísi undir yfirskriftinni „Samhengið“ þar sem hún setur umræðuna í samhengi á listaformi. Hún lýsir efninu sem léttmeti með þungavigtarpælingum. „Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum. Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
„Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum.
Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira