Ísland land númer 197 Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2025 21:31 Nicolai hefur ferðast til allra landa í heiminum. Vísir/Sigurjón Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai. Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai.
Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira