„Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 23:01 Aron Sigurðarson hefur borið uppi sóknarleik KR í sumar. Vísir/Anton Brink Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir stöðu mála í Vesturbænum og þá stöðu sem KR finnur sig í þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla í fótbolta. „Umræðan er mjög sérstök. Við sjáum KR núna eftir 24 leiki með 24 stig í neðsta sæti. Það tala flestir um það að þetta sé alvarleg staða. „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR) í viðtalinu – þar sem hann bítur vel frá sér – og notar sína góðu hæfileika til að svara fyrir sig bendir á að ef KR falli þá sé það því þeir séu ekki nógu góðir og það sé staða félagsins.“ „Auðvitað fer þetta inn á sálina hjá mönnum. Það að koma og performa, standa sig og standa undir einhverjum væntingum. Talið í Vesturbænum hefur alltaf verið „við erum stærstir, bestir, stærsta lið landsins.“ Sem leikmaður ertu að upplifa mismatch þarna á milli þegar þú kíkir á töfluna og sérð liðið í neðsta sæti.“ „Staðan er ekki góð. Ég rifjaði það nú einhvern tímann upp, það eru 20 og ansi mörg ár síðan ég var þátttakandi í leik upp á Akranesi, úrslitaleikurinn 1996, sem fór 4-1 fyrir ÍA. Þá komu borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún og Björgólfur gamli heitinn, blessuð sé minning hans, í fréttum daginn eftir leik og töluðu um að þetta væri ekki nógu gott og svo framvegis. Það eru aðeins breyttir tímar í Vesturbænum.“ Klippa: Óli Kri um KR: „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Hins vegar ef einhver getur farið niður með KR, ef það verður raunin, held ég að það sé Óskar því hann er búinn – sáum það bara í viðtalinu, sjáum hvað hann hefur lagt upp með, hvernig hann hefur bakkað þetta upp hjá sér. Hann er þrjóskur, og þá er hann bara á þeirri vegferð að rífa KR upp aftur. En þetta er bara sama munstrið aftur og aftur og aftur.“ KR er sem stendur í neðsta sæti Bestu deildar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Ræðu Ólafs má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Umræðan er mjög sérstök. Við sjáum KR núna eftir 24 leiki með 24 stig í neðsta sæti. Það tala flestir um það að þetta sé alvarleg staða. „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR) í viðtalinu – þar sem hann bítur vel frá sér – og notar sína góðu hæfileika til að svara fyrir sig bendir á að ef KR falli þá sé það því þeir séu ekki nógu góðir og það sé staða félagsins.“ „Auðvitað fer þetta inn á sálina hjá mönnum. Það að koma og performa, standa sig og standa undir einhverjum væntingum. Talið í Vesturbænum hefur alltaf verið „við erum stærstir, bestir, stærsta lið landsins.“ Sem leikmaður ertu að upplifa mismatch þarna á milli þegar þú kíkir á töfluna og sérð liðið í neðsta sæti.“ „Staðan er ekki góð. Ég rifjaði það nú einhvern tímann upp, það eru 20 og ansi mörg ár síðan ég var þátttakandi í leik upp á Akranesi, úrslitaleikurinn 1996, sem fór 4-1 fyrir ÍA. Þá komu borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún og Björgólfur gamli heitinn, blessuð sé minning hans, í fréttum daginn eftir leik og töluðu um að þetta væri ekki nógu gott og svo framvegis. Það eru aðeins breyttir tímar í Vesturbænum.“ Klippa: Óli Kri um KR: „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Hins vegar ef einhver getur farið niður með KR, ef það verður raunin, held ég að það sé Óskar því hann er búinn – sáum það bara í viðtalinu, sjáum hvað hann hefur lagt upp með, hvernig hann hefur bakkað þetta upp hjá sér. Hann er þrjóskur, og þá er hann bara á þeirri vegferð að rífa KR upp aftur. En þetta er bara sama munstrið aftur og aftur og aftur.“ KR er sem stendur í neðsta sæti Bestu deildar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Ræðu Ólafs má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira