Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. september 2025 22:08 Sigríður Björk ræddi mögulegar öryggisráðstafanir Íslands vegna ítrekaðs drónaflugs yfir flugvöllum meðal annars í Danmörku, í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna. Flugvellinum í Álaborg var lokað aftur í gærkvöldi vegna gruns um drónaflug í nágrenninu og hefur viðbúnaður á flugvöllum þar í landi verið aukinn. Í ljósi stöðunnar hafa spurningar vaknað um viðbragðsgetu Íslendinga. Sigríður Björk var stödd á fundi með evrópskum ríkislögreglustjórum í Haag í Hollandi þegar drónarnir flugu fyrst yfir flugvelli í Danmörku. „Það var áhugavert að vera þarna. Við tölum um þetta á hverju einasta ári, þessar fjölþáttaógnir. Við óttumst auðvitað að þetta sé hluti af fjölþáttaógnum, sem eru frá óvinveittum löndum, sem eru til þess falnar að auka ótta og hræðslu, búa til óöryggi,“ segir Sigríður. Í nýrri skýslu samráðshóps þingmanna um varnarmál, kemur fram að beinar varnir íslands séu mjög takmarkaðar. Ef það kæmi til árásar á innviði landsins, hvernig myndir þú lýsa okkar viðbragðsgetu? „Ég held að í þessari þingmannaskýrslu, þá er svolítið verið að horfa á ytri ógnir. Á meðan við búum svo vel að eiga almannavarnakerfið, sem tekur í rauninni á öllu, líka hernaðarógn.“ „Við erum auðvitað þrautreynd í að nýta það, sama hvaða vá ber að höndum. Hvort sem það eru bara til dæmis netárásir, þá er það almannavarnakerfið sem grípur, sem er í raun aðferðafræði okkar til að vinna saman.“ „Við erum með viðbúnað, klárlega, við höfum æft og nýtt okkur dróna, og það má ekki gleyma því að við erum mjög vakandi yfir örygginu á flugvellinum, og höfum hækkað vástig þegar ástæða þykir.“ Sigríður tekur það einnig fram að ekkert bendi til þess á þessu stigi að það sé eitthvað í gangi hér á landi, en þau séu hins vegar mjög vakandi. Hér á landi sé búnaður sem geti borið kennsl á stóran hluta af þeim drónum sem eru í umferð, og það séu ýmsar aðferðir til að ná niður drónum. „Eitt af því eru tíðnitruflanir, við erum ekki með mikla tækni eða getu þar, en við erum auðvitað með sérstök skotvopn, og sérstök skot sem yrðu þá notuð, og erum með fólk sem er þrautþjálfað, og hefur verið að þjálfa með öðrum sveitum á Norðurlöndunum.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sigríður var einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um sama mál og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan: Danmörk Öryggis- og varnarmál Lögreglan Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Flugvellinum í Álaborg var lokað aftur í gærkvöldi vegna gruns um drónaflug í nágrenninu og hefur viðbúnaður á flugvöllum þar í landi verið aukinn. Í ljósi stöðunnar hafa spurningar vaknað um viðbragðsgetu Íslendinga. Sigríður Björk var stödd á fundi með evrópskum ríkislögreglustjórum í Haag í Hollandi þegar drónarnir flugu fyrst yfir flugvelli í Danmörku. „Það var áhugavert að vera þarna. Við tölum um þetta á hverju einasta ári, þessar fjölþáttaógnir. Við óttumst auðvitað að þetta sé hluti af fjölþáttaógnum, sem eru frá óvinveittum löndum, sem eru til þess falnar að auka ótta og hræðslu, búa til óöryggi,“ segir Sigríður. Í nýrri skýslu samráðshóps þingmanna um varnarmál, kemur fram að beinar varnir íslands séu mjög takmarkaðar. Ef það kæmi til árásar á innviði landsins, hvernig myndir þú lýsa okkar viðbragðsgetu? „Ég held að í þessari þingmannaskýrslu, þá er svolítið verið að horfa á ytri ógnir. Á meðan við búum svo vel að eiga almannavarnakerfið, sem tekur í rauninni á öllu, líka hernaðarógn.“ „Við erum auðvitað þrautreynd í að nýta það, sama hvaða vá ber að höndum. Hvort sem það eru bara til dæmis netárásir, þá er það almannavarnakerfið sem grípur, sem er í raun aðferðafræði okkar til að vinna saman.“ „Við erum með viðbúnað, klárlega, við höfum æft og nýtt okkur dróna, og það má ekki gleyma því að við erum mjög vakandi yfir örygginu á flugvellinum, og höfum hækkað vástig þegar ástæða þykir.“ Sigríður tekur það einnig fram að ekkert bendi til þess á þessu stigi að það sé eitthvað í gangi hér á landi, en þau séu hins vegar mjög vakandi. Hér á landi sé búnaður sem geti borið kennsl á stóran hluta af þeim drónum sem eru í umferð, og það séu ýmsar aðferðir til að ná niður drónum. „Eitt af því eru tíðnitruflanir, við erum ekki með mikla tækni eða getu þar, en við erum auðvitað með sérstök skotvopn, og sérstök skot sem yrðu þá notuð, og erum með fólk sem er þrautþjálfað, og hefur verið að þjálfa með öðrum sveitum á Norðurlöndunum.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Sigríður var einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um sama mál og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan:
Danmörk Öryggis- og varnarmál Lögreglan Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira