Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2025 19:53 Íris Ósk segir börnin oft tala í marga daga um það ef þau fá að fara í afmæli heima hjá einhverjum, þar sem farið er í klassíska afmælisleiki. Vísir/Ívar Fannar Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að apa eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast - eftirminnilegastar séu veislur með pakka- eða stórfiskaleik. Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira