Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 12:46 Þorsteinn Roy Jóhannsson var fyrstur Íslendinga í mark á HM í utanvegahlaupum. Mynd/Laugavegshlaupið Þorsteinn Roy Jóhannsson varð í 57. sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í krefjandi aðstæðum á Spáni í dag, í 45 kílómetra hlaupi. Alls hlupu sjö íslenskir keppendur af stað í morgun, fjórir karlar og þrjár konur. Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira