Innlent

Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og ó­veður í að­sigi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um dóma sem féllu nú fyrir hádegið í Gufunesmálinu svokallaða. 

Þar voru nokkrir einstaklingar ákærður fyrir eiga aðild að andláti Hjörleifs Guðmundssonar sem fannst illa haldinn í Gufunesi í mars síðastliðnum. Hann lést af sárum sínum skömmu síðar.

Þá tökum við stöðuna á óveðrinu sem gengur nú yfir landið en Hringvegurinn fór meðal annars í sundur í morgun við Jökulsá í Lóni. 

Einnig fjöllum við áfram um drónamálin í Danmörku og segjum frá pallborði sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í í morgun með kollegum sínum frá Bretlandi, Kanada og Ástralíu. 

Í sportpakka dagsins er það svo Ryder Cup golfmótið sem verður til umfjöllunar en það er að hefjast nú í hádeginu í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×