Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2025 07:23 Miklir vatnavextir eru á suðaustanverðu landinu eins og sjá má á myndinni. Myndin var tekin í morgun. Gauti Árnason Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir í samtali við fréttastofu að varnargarður hafi gefið sig og vegurinn rofnað í kjölfarið. „Þetta er um fimmtíu metra kafli. Við erum að smala saman verktökum til að vinna að málum þegar minnkar í ánni en við vitum auðvitað ekki alveg hvenær það verður,“ segir Gunnlaugur Rúnar. Yfirgefinn bíll á kafi Á vef Vegagerðarinnar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við varnargarði til að stýra vatni betur undir brúna og eldri garður hækkaður. „Það hefur ekki dugað til og er eldri garðurinn í sundur á um 100 metra kafla og því mikið álag á veginn sem hefur rofnað á þessum 50 metra kafla. Frá vettvangi.Gauti Árnason Vegagerðarmenn eru á staðnum og búið að leita til verktaka um að fara í verkið. Óljóst er þó á þessari stundu hvað langan tíma tekur að gera við. Aðstæður eru erfiðar þar sem mikill vatnsagi er á svæðinu auk þess erfitt getur reynst að ná í efni til viðgerðar af sömu ástæðu, það er gríðarlega mikð vatn í öllum ám á Suðausturlandi. Bíllinn sem sést á myndinni er yfirgefinn en vitað er að ökumaðurinn fékk far af staðnum og lögreglu hefur verið gert viðvart, ekki er ljóst hvað ökumaðurinn hugðist fyrir eða hversvegna hann lagði í vatnið í stað þess að snúa við,“ segir í tilkynningunni. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að búið sé að setja upp lokunarpóst rétt austan Hafnar og þá sé vinnuflokkur að störfum á vettvangi. Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11 Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir í samtali við fréttastofu að varnargarður hafi gefið sig og vegurinn rofnað í kjölfarið. „Þetta er um fimmtíu metra kafli. Við erum að smala saman verktökum til að vinna að málum þegar minnkar í ánni en við vitum auðvitað ekki alveg hvenær það verður,“ segir Gunnlaugur Rúnar. Yfirgefinn bíll á kafi Á vef Vegagerðarinnar segir að fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við varnargarði til að stýra vatni betur undir brúna og eldri garður hækkaður. „Það hefur ekki dugað til og er eldri garðurinn í sundur á um 100 metra kafla og því mikið álag á veginn sem hefur rofnað á þessum 50 metra kafla. Frá vettvangi.Gauti Árnason Vegagerðarmenn eru á staðnum og búið að leita til verktaka um að fara í verkið. Óljóst er þó á þessari stundu hvað langan tíma tekur að gera við. Aðstæður eru erfiðar þar sem mikill vatnsagi er á svæðinu auk þess erfitt getur reynst að ná í efni til viðgerðar af sömu ástæðu, það er gríðarlega mikð vatn í öllum ám á Suðausturlandi. Bíllinn sem sést á myndinni er yfirgefinn en vitað er að ökumaðurinn fékk far af staðnum og lögreglu hefur verið gert viðvart, ekki er ljóst hvað ökumaðurinn hugðist fyrir eða hversvegna hann lagði í vatnið í stað þess að snúa við,“ segir í tilkynningunni. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að búið sé að setja upp lokunarpóst rétt austan Hafnar og þá sé vinnuflokkur að störfum á vettvangi. Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11 Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. 26. september 2025 07:11
Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. 24. september 2025 13:18