Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2025 19:35 Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur segir greinilegt bakslag í mannréttindabaráttu hér. Hún segir umræðu um hvort kynin séu ekki bara tvö dæmi um hundaflaut sem ali á andúð. Vísir Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira