Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. september 2025 13:31 Berta Sigríðardóttir er orðin þreytt að ástandi tilhugalífsins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/Facebook Berta Sigríðardóttir lýsir raunum sínum af því að vera 27 ára einhleyp kona í Reykjavík í pistli í Morgunblaðinu í dag. Hún segir tilhugalífið minna á lélegt bókunarkerfi og að miðbærinn breytist í útsölumarkað fyrir lokun. „Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi. Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi.
Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira