Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 25. september 2025 12:02 Gular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu á hádegi á morgun. Vísir/Anton Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á öllu landinu utan Vestfjarða vegna fyrstu haustlægðarinnar sem væntanleg er í nótt og fyrramálið. Fyrstu viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi á Austfjörðum klukkan fimm í nótt en á suðaustanverðu landinu á hádegi á morgun. Spáð er sunnan- og suðaustan hvassviðri með snörpum vindhviðum. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn verða verstan frá hádegi og fram á annað kvöld en gangi svo niður aðfaranótt laugardags. „Það verður hvassviðri nokkuð víða á landinu sem er nóg til þess að hreyfa lausamuni sem kunna að vera lausir eftir sumar, alls konar útihúsgögn og þess háttar. Hyggilegt að nota daginn í dag til að ganga frá þeim,“ sagði Teitur í samtali við fréttastofu. „Við höfum sloppið ágætlega hingað til með veður“ Teitur segir að á höfuðborgarsvæðinu verði hvassast í efri byggðum og algengast sé að trampólín og léttari garðhúsgögn fari af stað í slíku veðri. „Þetta er algengt í fyrstu haustlægðinni að svona hlutir fari af stað. Reyndar er hún frekar seint á ferðinni. 26. september fyrir alvöru haustlægð er frekar seint. Við höfum sloppið ágætlega hingað til í haust með veður myndi ég segja.“ Aukin hætta á grjóthruni og jafnvel skriðuföllum Þá taka viðvaranir gildi í kvöld á suður-, suðausturlandi og á hálendinu vegna mikillar rigningar. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá má búast við vatnavöxtum í ám og truflanir gætu orðið á samgöngum vegna flóða. „Það má búast við vatnavöxtum nokkuð víða á landinu og mögulega verða staðbundin flóð sem gætu valdið einhverjum vandræðum undir Eyjafjöllum, á suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum.“ Þá sé aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum við brattar fjallshlíðar vegna úrkomunnar. „Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.“ Veður Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á öllu landinu utan Vestfjarða vegna fyrstu haustlægðarinnar sem væntanleg er í nótt og fyrramálið. Fyrstu viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi á Austfjörðum klukkan fimm í nótt en á suðaustanverðu landinu á hádegi á morgun. Spáð er sunnan- og suðaustan hvassviðri með snörpum vindhviðum. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn verða verstan frá hádegi og fram á annað kvöld en gangi svo niður aðfaranótt laugardags. „Það verður hvassviðri nokkuð víða á landinu sem er nóg til þess að hreyfa lausamuni sem kunna að vera lausir eftir sumar, alls konar útihúsgögn og þess háttar. Hyggilegt að nota daginn í dag til að ganga frá þeim,“ sagði Teitur í samtali við fréttastofu. „Við höfum sloppið ágætlega hingað til með veður“ Teitur segir að á höfuðborgarsvæðinu verði hvassast í efri byggðum og algengast sé að trampólín og léttari garðhúsgögn fari af stað í slíku veðri. „Þetta er algengt í fyrstu haustlægðinni að svona hlutir fari af stað. Reyndar er hún frekar seint á ferðinni. 26. september fyrir alvöru haustlægð er frekar seint. Við höfum sloppið ágætlega hingað til í haust með veður myndi ég segja.“ Aukin hætta á grjóthruni og jafnvel skriðuföllum Þá taka viðvaranir gildi í kvöld á suður-, suðausturlandi og á hálendinu vegna mikillar rigningar. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá má búast við vatnavöxtum í ám og truflanir gætu orðið á samgöngum vegna flóða. „Það má búast við vatnavöxtum nokkuð víða á landinu og mögulega verða staðbundin flóð sem gætu valdið einhverjum vandræðum undir Eyjafjöllum, á suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum.“ Þá sé aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum við brattar fjallshlíðar vegna úrkomunnar. „Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.“
Veður Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira