Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 08:57 Ef satt reynist voru leikmenn Fredericia komnir með nóg af kröfum Guðmundar Guðmundssonar. EPA/GEORGI LICOVSKI Það kom til greina hjá forráðamönnum danska handknattleiksfélagsins Fredericia að reka Guðmund Guðmundsson strax í sumar og leikmenn liðsins kvörtuðu undan starfsháttum hans, samkvæmt frétt danska handboltamiðilsins hbold.dk. Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið. Danski handboltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Styrkir til VÍK Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira
Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið.
Danski handboltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Styrkir til VÍK Sport Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira