„Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 19:54 Margrét Oddný Leópoldsdóttir segir erfitt fyrir fólk með einhverfu að sitja undir umræðu um hvernig megi koma í veg fyrir tilvist þess. Vísir/Stefán Einhverf kona segir áhuga Bandaríkjaforseta á að koma í veg fyrir einhverfu með ráðum og dáð beinlínis vera fáránlega. Leggja eigi áherslu á að hjálpa fólki með einhverfu að vera til, frekar en að koma í veg fyrir að það verði til. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“ Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
„Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“
Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira