Körfubolti

Á­fall fyrir Houston

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fred VanVleet er reyndur kappi og hefur spilað í NBA síðan 2016.
Fred VanVleet er reyndur kappi og hefur spilað í NBA síðan 2016. getty/Ezra Shaw

Fred VanVleet, leikstjórnandi Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, missir væntanlega af öllu næsta tímabili vegna meiðsla.

ESPN greinir frá því að VanVleet hafi slitið krossband í hné. Líklega er útséð með þátttöku hans á komandi tímabili.

VanVleet hefur átt stóran þátt í uppgangi Houston en hann kom til liðsins frá Toronto Raptors fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Toronto 2019.

VanVleet framlengdi samning sinn við Houston í sumar auk þess sem Kevin Durant gekk í raðir liðsins frá Phoenix Suns.

Á síðasta tímabili vann Houston 52 leiki og endaði í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Liðið tapaði fyrir Golden State Warriors, 4-3, í 1. umferð úrslitakeppninnar.

VanVleet var með 14,1 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni en 18,7 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×