Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 12:11 Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. Vilhelm/SÝN Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira